Enski boltinn

Man. Utd vill fá Sneijder og Dzeko

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Það er þegar farið að spá í hvaða leikmenn Man. Utd ætli sér að kaupa næsta sumar en það á að gera stórar breytingar á leikmannahópu liðsins þá.

Samkvæmt breskum slúðurblöðum eru hollenski miðjumaðurinn Wesley Sneijder og bosníski framherjinn Edin Dzeko efstir á óskalista Sir Alex Ferguson.

Sneijder er sagður vera hinn fullkomni arftaki Paul Scholes hjá félaginu og svo þarf United sterkan mann í framlínuna.

Sneijder er í viðræðum við Inter um nýjan samning og samkvæmt heimildum mun hann skrifa undir nýjan samning í næstu viku.

Dzeko hefur lengi verið að reyna að komast til stærra félags en hann spilar með Wolfsburg í Þýskalandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×