Enski boltinn

Beckham vill að stuðningsmennirnir fyrirgefi Rooney

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Wayne Rooney fékk góðan stuðning í dag þegar sjálfur David Beckham biðlaði til stuðningsmanna Man. Utd um að standa við bakið á Rooney.

Fjölmargir stuðningsmenn United eru enn æfareiðir út í leikmanninn eftir að hann sagðist vilja fara frá liðinu. Mikil dramatík var út alla vikuna sem endaði með því að Rooney skrifaði undir nýjan fimm ára samning.

"Wayne Rooney er ákaflega hæfileikaríkur og skiptir engu hvar hann spilar. Hann mun alltaf vera frábær leikmaður," sagði Beckham.

"Ég er sjálfur stuðningsmaður Man. Utd og ég segi við aðra stuðningsmenn að leggja málið til hliðar og gleðjast yfir því að Wayne verði áfram hjá félaginu. Það kemur mér ekki á óvart að Wayne verði áfram hjá United því það er stærsta félag heims."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×