Enski boltinn

Hermann fékk að spila með Portsmouth

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Hermann Hreiðarsson spilaði sinn fyrsta leik í sjö mánuði í dag er hann kom af bekk Portsmouth í blálokin er Portsmouth vann góðan útisigur á Hull, 1-2.

Hermann hefur verið að glíma við erfið meiðsli en er búinn að jafna sig. Hann er nýbúinn að skrifa undir samning við Portsmouth sem reyndar rambar á barmi gjaldþrots.

Aron Einar Gunnarsson lék fyrstu 75 mínúturnar í 3-0 sigri Coventry á Barnsley en enginn Íslendingur kom við sögu hjá Reading sem vann frábæran útisigur á Barnsley, 0-4.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×