Enski boltinn

Newcastle vann góðan útisigur á West Ham

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Úr leik liðanna í dag.
Úr leik liðanna í dag.

Það hefur verið lítil gleði í lífi Andy Carroll, framherja Newcastle, síðustu daga. Hann var handtekinn vegna líkamsárásar og svo var kveikt í Range Rovernum hans nokkrum dögum síðar.

Hann gat leyft sér að brosa aftur í dag er hann skoraði sigurmark Newcastle gegn West Ham á Upton Park.

Carlton Cole kom West Ham yfir í leiknum með marki á 12. mínútu en Kevin Nolan jafnaði fyrir Newcastle á 23. mínútu.

Það var síðan Carroll sem skoraði sigurmarkið með skalla á 69. mínútu eftir snilldarsendingu frá Joey Barton.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×