Enski boltinn

Allardyce tekur upp hanskann fyrir Hodgson

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hodgson hefur ekki átt sjö dagana sæla.
Hodgson hefur ekki átt sjö dagana sæla.

Stóri Sam Allardyce, stjóri Blackburn, hefur tekið upp hanskann fyrir Roy Hodgson, stjóra Liverpool, og segir að dapurt gengi Liverpool sé ekki honum að kenna.

"Ég finn til með Roy sem er að fá alla gagnrýnina. Við stjórarnir þurfum alltaf að axla alla ábyrgðina því við lifum ekki í eðlilegum heimi," sagði Allardyce.

"Okkur er alltaf kennt um allt. Roy er í erfiðri stöðu en ef hann fær tíma er ég viss um að hann mun koma liðinu aftur á beinu brautina. Hann þarf þá að fá stuðning leikmanna og stjórnar."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×