Enski boltinn

Hodgson hlær að sögusögnum um Rijkaard

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Roy Hodgson, stjóri Liverpool, gefur lítið fyrir þær sögusagnir að Frank Rijkaard muni taka við starfi hans á næstunni. Hann reyndar hlær að þessum sögusögnum.

Liverpool á leik gegn Blackburn í dag og Hodgson þarf að fara að ná fram úrslitum ef hann ætlar að halda starfi sínu.

"Það var verið að reka Frank Rijkaard frá Galatasaray. Hann hlýtur að vera frábær stjóri fyrst hann var rekinn frá Galatasaray," sagði Hodgson brattur.

"Það sem þið eruð að tala um er að umboðsmaður Rijkaard er að koma nafninu hans í umræðuna. Ég mátti þola þetta í tvö og hálft ár er ég var hjá Inter. Þá voru svona sögusagnir á hverjum degi. Ég gat þolað tvö og hálft ár af svona sögusögnum í Mílanó og get því vel gert það hér líka. Sú saga endaði reyndar með því að mér var boðinn nýr samningur hjá Inter en ég ákvað að fara til Blackburn."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×