Enski boltinn

Jafnt hjá Spurs og Everton

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Baines skorar hér beint úr aukaspyrnu.
Baines skorar hér beint úr aukaspyrnu.

Tottenham komst tímabundið upp í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar í dag þegar liðið gerði jafntefli, 1-1, við Everton.

Leighton Baines kom Everton yfir í leiknum með mögnuðu marki beint úr aukaspyrnu.

Spurs jafnaði þó fljótlega metin og þar var Rafael van der Vaart að verki en hann hefur verið iðinn við kolann síðan hann kom til félagsins. Markið kom eftir mistök Tim Howard markvarðar.

1-1 í leikhléi og það reyndust síðan vera lokatölur leiksins. Everton er í 9. sæti eftir leikinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×