Sport

Brotist inn hjá Aroni Einari

Brotist var inn á heimili knattspyrnumannsins Arons Einars Gunnarssonar í Coventry í Englandi í gær og öllu stolið þar sem verðmætt var. Þetta kom fram í viðtali hans við Valtý Björn Valtýsson í útvarpsþættinum Mín Skoðun á X-inu.

Enski boltinn

Heimsmeistarar Þjóðverja frá 1954 notuðu amfetamín

Ný rannsókn í háskólanum í Leipzig í Þýskalandi hefur sýnt fram á það að fyrstu heimsmeistarar Þjóðverja hafi fengið ólögleg lyf fyrir úrslitaleikinn á HM í Sviss 1954. Þýska liðið komu öllum á óvart með því að vinna 3-2 sigur á gríðarsterku liði Ungverja í úrslitaleiknum.

Fótbolti

Newcastle og Everton vilja bæði fá Landon Donovan

Newcastle United ætlar að reyna að "stela" Landon Donovan af Everton í janúar en bandaríski landsliðsmaðurinn hefur áhuga á því að endurtaka leikinn frá því í fyrra og spila í ensku úrvalsdeildinni á meðan bandaríska deildin er í fríi.

Enski boltinn

Greta Mjöll með mark og 2 stoðsendingar um helgina

Northeastern Huskies, lið Gretu Mjallar Samúelsdóttur og Söndru Sifjar Magnúsdóttur, sigraði í báðum leikjum sínum í bandarísku háskóladeildinni í kvennaknattspyrnu um helgina. Greta Mjöll skoraði í fyrri leiknum og lagði upp mark í báðum. Hún er sem fyrr markahæst leikmanna Huskies og með flestar stoðsendingar, 5 talsins.

Íslenski boltinn

Leikur Boston og Miami í beinni á Stöð 2 Sport í kvöld

NBA-deildin í körfubolta hefst í kvöld með þremur leikjum en flestra augu verða örugglega á leik Boston Celtics og Miami Heat sem fram fer í Boston. Það var engin tilviljun að NBA-deildin stillti upp þessum leik á fyrsta kvöldinu og menn eru búnir að bíða spenntir eftir þessu uppgjöri í langan tíma. Stöð2 Sport mun sýna leikinn í beinni og hefst útsendingin klukkan 11.30.

Körfubolti

Liverpool í kapphlaupið um Ibrahim Afellay

Ibrahim Afellay miðjumaður PSV Eindhoven og hollenska landsliðsins, er eftirsóttur af stórum félögum í Evrópu og nú síðast hefur Liverpool bæst í þennan hóp. Inter, Atletico Madrid og Manchester United hafa einnig sýnt áhuga á að næla í þennan snjalla vængmann.

Enski boltinn

Krasic fékk tveggja leikja bann fyrir leikaraskap

Serbneski leikmaðurinn Milos Krasic hjá Juventus var í dag dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að fiska víti á óheiðarlegan hátt í markalausu jafntefli á móti Bologna um helgina. Ítalska knattspyrnusambandið studdist við sjónvarpsupptökur af leiknum.

Fótbolti

Hamilton trúir á titilmöguleika sína

Lewis Hamilton hjá McLaren hefur enn trú á því að hann geti orðið heimsmeistari í Formúlu 1, þó Fernando Alonso hjá Ferrari hafi náð forystu í stigamóti ökumanna með sigri í Suður Kóreu á sunnudaginn. Alonso er með 231 stig, Mark Webber hjá Red Bull 220, Hamilton 210 og Sebastian Vettel hjá Red Bull 206.

Formúla 1

Gerrard spáir fullt af mörkum hjá Torres á næstunni

Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, er sannfærður um að Liverpool geti farið að hækka sig í töflunni víst að Fernando Torres sé búinn að finna skotskónna á nýjan leik. Torres skoraði sitt fyrsta mark í sex vikur þegar að hann tryggði Liverpool 2-1 sigur á Blackburn um helgina.

Enski boltinn

David James: Ég var fullur

David James hefur viðurkennt það að hafa verið fullur og nýkominn úr steggjapartíinu sínu þegar hann heyrði fyrst af því að Bristol City vildi frá hann til sín. James gerði ekki nýjan samning við Portsmouth í sumar en samdi þess í stað við Bristol-liðið sem er í b-deildinni eins og Portsmouth.

Enski boltinn