Enski boltinn

Brotist inn hjá Aroni Einari

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Aron Einar Gunnarsson í leik með íslenska landsliðinu.
Aron Einar Gunnarsson í leik með íslenska landsliðinu. Mynd/Vilhelm

Brotist var inn á heimili knattspyrnumannsins Arons Einars Gunnarssonar í Coventry í Englandi í gær og öllu stolið þar sem verðmætt var. Þetta kom fram í viðtali hans við Valtý Björn Valtýsson í útvarpsþættinum Mín Skoðun á X-inu.

Hlusta má á viðtalið hér en það hefst eftir þegar um nítján mínútur eru liðnar af upptökunni.

Aron Einar var ekki heima þegar þjófarnir brutust inn og sá þegar hann kom heim til sín í gærkvöldi hvað hafði gerst.

„Þegar ég fór í herbergið mitt uppi sá ég að Playstation-tölvan mín var farin, öll úrin mín, nokkrir símar, tölvan og allt. Þeir tóku allt sem verðmætt var í húsinu," sagði Aron Einar.

Hann segir að þjófarnir hafi einnig farið í gegnum launaseðla hans. Hann ætlar að flytja úr húsinu.

„Þetta finnst mér óþægilegt og ég hugsa að ég borgi aðeins meira til að komast í betra hverfi," sagði Aron.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×