Enski boltinn

Ferguson: Sá sem tekur við af mér þarf að hafa reynslu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alex Ferguson, stjóri Manchester United.
Alex Ferguson, stjóri Manchester United. Mynd/AP
Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segist hafa þurft á allri sinni 24 ára reynslu hjá félaginu til þess að komast í gegnum Wayne Rooney málið í síðustu viku.

„Ég held að Manchester United eigi aldrei eftir að geta verið með ungan stjóra ef ég segi alveg eins og er," sagði Alex Ferguson við Guardian.

„Þetta er starf þar sem stjórinn þarf að hafa mikla reynslu úr topp-bolta. Við njótum góðs af 24 ára reynslu minni hjá félaginu og þess vegna gátum sem betur fer unnið okkur út úr þessari erfiðu stöðu," sagði Ferguson.

„Það er ekki hægt að láta neitt koma sér á óvart hjá Manchester United. Það er alltaf eitthvað að gerast hjá félaginu og það þarf alltaf að taka á einhverjum vandamálum. Það er ekki hægt að neita því að við fengum umfjöllun sem við höfum ekki gaman af en þegar upp var staðið þá tókst okkur að vinna vel út úr erfiðum kringumstæðum," sagði Ferguson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×