Enski boltinn

Manchester City ætlar að minnka eyðsluna og hlýða reglum UEFA

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Garry Cook, framkvæmdastjóri Manchester City.
Garry Cook, framkvæmdastjóri Manchester City. Mynd/Nordic Photos/Getty
Forráðamenn Manchester City hafa heitið því að fylgja nýjum reglum FIFA um peningastefnu félaga þrátt fyrir að hafa eytt um 500 milljónum punda undanfarin tvö ár en það samsvarar 89 milljörðum íslenskra króna.

Nýjar reglur FIFA segja til um það að félög megi ekki tapa að meðaltali meira en 45 milljónum evra á næstu þremur tímabilum. Fylgi félögin þessu ekki þá gæti þau verið útlokuð frá þátttöku í Meistaradeildinni og Evrópudeildinni.

Manchester City tapaði 121 milljónum punda á síðasta fjárhagsári sem lauk 31. maí síðastliðinn en tap félagsins jókst þá um 92,5 milljónir punda milli ára.

Garry Cook, framkvæmdastjóri Manchester City, sagði í viðtali við Guardian í morgun að félagið ætlaði að sjálfsögðu að fylgja nýjum reglum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×