Enski boltinn

Gerrard spáir fullt af mörkum hjá Torres á næstunni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Fernando Torres fagnar marki sínu um helgina með Martin Skrtel.
Fernando Torres fagnar marki sínu um helgina með Martin Skrtel. Mynd/AFP
Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, er sannfærður um að Liverpool geti farið að hækka sig í töflunni víst að Fernando Torres sé búinn að finna skotskónna á nýjan leik. Torres skoraði sitt fyrsta mark í sex vikur þegar að hann tryggði Liverpool 2-1 sigur á Blackburn um helgina.

„Þetta sigurmark mun gera ótrúlega mikið fyrir sjálfstraustið hjá Fernando. Við sáum það á æfingum fyrir leikinn að hann var klár í slaginn. Hann var ógnandi og með góð hlaup og hann hélt því síðan áfram í leiknum við Blackburn," sagði Steven Gerrard í viðtali á heimasíðu Liverpool.

„Þetta hefur verið erfitt sumar fyrir Fernando vegna meiðslanna og vegna þess að hann fann ekki alveg taktinn. Hann er núna farinn að komast í sitt besta form og ég er viss um að sigurinn og sigurmarkið geri honum gott. Hann verður bara betri," sagði Gerrard sem spáir fullt af mörkum hjá Torres á næstunni.

„Ef við höldum honum heilum og á skotskónum þá förum við fljótt upp töfluna," sagði Gerrard.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×