Enski boltinn

Tottenham kaupir suður-afrískan miðvörð í janúar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Bongani Khumalo fagnar marki sínu á móti Frakklandi á HM.
Bongani Khumalo fagnar marki sínu á móti Frakklandi á HM. Mynd/Nordic Photos/Getty
Tottenham hefur náð samkomulagi við suður-afríska félagið Supersport United um að kaupa Bongani Khumalo þegar félagsskiptaglugginn opnar í janúar.

Khumalo lék með landsliði Suður-Afríku á HM í sumar en hann er 23 ára og 188 sm miðvörður sem á að baki 19 landsleiki fyrir þjóð sína. Khumalo skoraði meðal annars eitt mark í 2-1 sigri Suður-Afríku á Frakklandi í lokaleik sínum á HM.

Harry Redknapp, stjóri Tottenham, hefur haft áhuga á leikmanninum í nokkurn tíma en hann þarf nauðsynlega á meiri breidd að halda í miðvarðarhóp liðsins.

Ledley King þarf að stýra álaginu á hnéið sitt og þá hafa þeir Jonathan Woodgate og Michael Dawson verið báðir mikið frá vegna meiðsla.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×