Sport

Bjarni: Stemningin var eins og í jarðarför

„Við vorum ekki góðir í fyrri hálfleik en það er gott að ná sigri hér, við vorum mjög lélegir í sókninni og náðum engum hraðaupphlaupum. Vörnin hélt hinsvegar og voru mjög góðir í leiknum. Við hins vegar vorum vissir að við myndum ná að klára þetta ef við náðum nokkrum hraðaupphlaupum sem við náðum," sagði Bjarni Fritzson, leikmaður Akureyrar. eftir 23-17 sigur á Val í Vodafone höllinni í kvöld.

Handbolti

Valdimar Þórs: Við gátum eitthvað í þessum leik

„Við erum búnir að fá á okkur allt of mörg mörk í hverjum leik og við erum því ánægðir með hvernig vörnin okkar spilaði. Við héldum þeim lengi vel niðri og þeir voru alltaf í vandræðum í sóknarleiknum sínum, við bara náðum ekki að refsa þeim með hraðaupphlaupum. Þar liggur sigurinn," sagði Valdimar Þórsson leikmaður Vals eftir 23-17 tap gegn Akureyri í Vodafone höllinni.

Handbolti

N1-deild karla: Sigrar hjá Fram og HK

Það gengur ekki sem skildi hjá meistaraefnunum í FH um þessar mundir en liðið tapaði sínum öðrum leik í vetur í kvöld er Fram kom í heimsókn í Krikann. Lokatölur 38-34 fyrir Fram.

Handbolti

Umfjöllun: Njarðvík sló Stjörnuna út úr bikarnum

Njarðvíkingar tryggðu sér sæti í 16 liða úrslitum Poweradebikars karla í körfubolta með 16 stiga sigri á Stjörnumönnum, 110-94, í Garðabænum í kvöld. Njarðvíkingar hefndu þar með fyrir tíu stig tap í deildinni á sama stað fyrir aðeins tíu dögum.

Körfubolti

Lech Poznan skellti Man. City

Pólska liðið Lech Poznan gerði sér lítið fyrir í kvöld og lagði Man. City í Evrópudeild UEFA, 3-1. Annað mark Poznan var afar skrautlegt. Varnarmaður City skallaði í Arboleda og af honum fór boltinn í netið. Arboleda tognaði síðan við að fagna markinu. Markið kom fimm mínútum fyrir leikslok. Þriðja markið kom síðan í uppbótartíma og það var þrumufleygur af löngu færi.

Fótbolti

Zidane og Materazzi hittust í gær í fyrsta sinn síðan á HM 2006

Viðskipti Frakkans Zinedine Zidane og Ítalans Marco Materazzi í úrslitaleik HM í Þýskalandi 2006 gleymast seint en þau enduðu á því að Zidane stangaði Materazzi í brjóstkassann og fékk rautt spjald að launum. Þeir félagar hittust í fyrsta sinn í gær eftir að allt sauð upp úr á Ólympíuleikvanginum í Berlín 9. júlí 2006.

Fótbolti

Kristinn dæmir einvígi Drillo og Trapattoni

Kristinn Jakobsson dómari mun dæma vináttulandsleik á milli Írlands og Noregs, miðvikudaginn 17. nóvember næstkomandi. Þetta er alþjóðlegur leikdagur en sama dag fer íslenska landsliðið til Tel Aviv og spilar við Ísrael.

Fótbolti

Alonso: Markmiðið að komast á verðlaunapall

Fernando Alonso er efstur í stigamóti Formúlu 1 ökumanna og getur tryggst sér meistaratitilinn í Brasilíu um helgina ef vel gengur. Hann telur þó líklegra að úrslitin ráðist ekki fyrr en í lokamótinu í Abu Dhabi um aðra helgi. Hann hefur haldið þessu fram í langan tíma og afstaða hans hefur ekkert breyst, þó hann sé nú 11 stigum a undan Mark Webber í stigamótinu og í efsta sæti stigamótsins.

Formúla 1

Webber stefnir sigur í Brasilíu

Mark Webber hjá Red Bull vann mótið í fyrra á Interlagos brautinni í Brasilíu sem keppt er á um helgina og ef hann vinnur tvö síðustu mót ársins getur hann orðiði heimsmeistari ökumanna í fyrsta skipti á ferlinum.

Formúla 1

Lahm hjá Bayern til 2016

Philipp Lahm, fyrirliði þýska landsliðsins, hefur samþykkt að framlengja samning sinn við Bayern München til loka tímabilsins 2016.

Fótbolti

Massa vill sigur, en mun hjálpa Alonso

Felipe Massa verður meðal fjögurra Brasilíumanna á heimavelli í Formúlu 1 mótinu á Interlagos brautinni í Brasilíu um helgina. Hann á ekki möguleika á meistaratitilinum og mun styðja við bakið á liðsfélaga sínum hjá Ferrari, Fernando Alonso í titilslagnum, komi sú staða upp í mótinu.

Formúla 1

Bæði Grindavíkurliðin skipta um bandaríska leikmenn

Grindvíkingar hafa ákveðið að skipta um bandaríska leikmenn í báðum meistaraflokksliðum sínum í Iceland Express deildunum. Karlakaninn, Andre Smith, fer heim af persónulegum ástæðum en kvennakananum, Charmaine Clark, var sagt upp vegna þess að hún stóð ekki undir væntingum. Þetta kemur fram á heimasíðu Grindavíkur.

Körfubolti

Anelka aldrei spilað betur

Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, segir að Nicolas Anelka hafi aldrei spilað betur á ferlinum en einmitt nú. Hann átti ríkan þátt í 4-1 sigri Chelsea á Spartak Moskvu í Meistaradeild Evrópu í gær.

Fótbolti