Enski boltinn

United enn á eftir Sanchez

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sanchez á HM í sumar.
Sanchez á HM í sumar. Nordic Photos / AFP
Umboðsmaður Alexis Sanchez, leikmanns Udinese á Ítalíu, segir að Manchester United hafi enn áhuga á kappanum.

United hefur lengi sagt hafa áhuga á Sanchez sem er frá Chile. Hann stóð sig vel með landsliðinu á HM í sumar og útilokar umboðsmaðurinn ekki að hann fari til United í framtíðinni.

„Manchester United hefur verið að fylgjast með Alexis í dágóðan tíma og það er mögulegt að eitthvað verði úr því í framtíðinni. Ég tel að enska úrvalsdeildin muni henta honum vel þar sem hann er ungur, fljótur og sterkur."

Hann neitaði þó því að viðræður hafi átt sér stað og að hann sé ekki á leið til Englands á næstunni.

„Við munum sjá til hver staðan verður þegar tímabilinu lýkur en honum líður vel í Udinese eins og er."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×