Enski boltinn

Hodgson bað Benitez afsökunar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Roy Hodgson hefur beðið Rafa Benitez, fyrrum stjóra Liverpool, afsökunar vegna ummæla sinna í síðustu viku.

Hodgson gagnrýndi „dýrkeypt mistök" sem hafa verið gerð hjá Liverpool síðustu ár, á meðan að Benitez var við stjórnvölinn.

Benitez brást illa við og sagði Hodgson að hann ætti frekar að hugsa um sitt eigið starf hjá Liverpool.

„Ef hann komst í uppnám vegna ummæla minna þá biðst ég afsökunar á því. Það var ekki ætlun mín að vera gagnrýninn," sagði Hodgson sem tók við Liverpool í sumar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×