Enski boltinn

Mancini ætlar að gefa Johnson launahækkun

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Roberto Mancini, stjóri Manchester City, er sagður reiðubúinn að bjóða Adam Johnson nýjan samning og ríflega launahækkun.

Johnson var keyptur frá Middlesbrough þann 1. febrúar síðastliðinn og hefur staðið sig vel. Hann vann sér sæti í enska landsliðinu og skoraði tvívegis með liðinu í september síðastliðnum.

Mancini er sagður ánægður með frammistöðu Johnson og vill gera nýjan samning við kappann sem myndi hækka vikulaun hans úr 25 þúsund pundum í 65 þúsund.

Johnson hefur skorað tvö mörk í þrettán leikjum með City í öllum keppnum á leiktíðinni. Hann er 23 ára gamall.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×