Enski boltinn

Ibanez sleppur við leikbann

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ibanez brýtur hér á DJ Campbell.
Ibanez brýtur hér á DJ Campbell. Nordic Photos / Getty Images
Pablo Ibanez, leikmaður West Brom, þarf ekki að taka út leikbann vegna rauða spjaldsins sem hann fékk í leiknum gegn Blackpool á mánudagskvöldið.

Ibanez fékk beint rautt spjald í upphafi leiksins þegar hann felldi DJ Campbell í vítateignum. Dómari leiksins, Michael Oliver, mat það svo að hann hafi rænt Campbell marktækifæri og sýndi honum því rauða spjaldið.

West Brom áfrýjaði dómnum og enska knattspyrnusambandið úrskurðaði Ibanez í hag. Hann getur því spilað með West Brom gegn Manchester City um helgina.

Blackpool vann leikinn, 2-1, eftir að Oliver hafði rekið tvo leikmenn West Brom af velli á fyrsta hálftíma leiksins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×