Enski boltinn

Hermann: Held áfram þar til lappirnar detta af

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Hermann Hreiðarsson segir í samtali við enska fjölmiðla vera afar þakklátur fyrir að hann sé byrjaður að spila fótbolta á nýjan leik.

Hermann sleit hásin í leik með Portsmouth á síðustu leiktíð og óttaðist að það yrði hann síðasti leikur á ferlinum.

„Þegar þetta gerðist vorkenndi ég sjálfum mér í um tvær klukkustundir. Ég hef verið heppinn með meiðsli allan ferilinn en þetta voru slæm meiðsli og ég hélt að ferlinum væri lokið," sagði Hermann.

„En svo hugsaði ég með mér að þetta mætti ekki enda svona. Ég ætlaði að gera allt sem í mínu valdi stóð til að ná mér aftur heilum og spila á nýjan leik."

Hermann er nú byrjaður að spila með Portsmouth aftur og segist þakklátur fyrir það.

„Sem betur fer hefur þetta gengið vel hingað til. Það er mikil forréttindi að fá að spila fótbolta. Ég hef mikla ástríðu fyrir íþróttinni og mun halda áfram þar til að lappirnar detta af mér."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×