Sport

Hamarskonur halda sigurgöngu sinni áfram

Hamar vann 18 stiga sigur á Snæfelli, 72-54, í Stykkishólmi í dag og hefur þar með unnið átta fyrstu leiki sína í Iceland Express deild kvenna á tímabilinu. Þetta er í fyrsta sinn í sögu kvennaliðs Hamars í efstu deild þar sem liðið er taplaust eftir átta umferðir.

Körfubolti

Harry Redknapp: Þetta var frábært afrek

Harry Redknapp, stjóri Tottenham, varð í dag fyrsti stjóri félagsins til þess að vinna eitt af stóru liðinum á útivelli í 68 leikjum þegar Tottenham vann 3-2 sigur á Arsenal á Emirates-vellinum í dag.

Enski boltinn

Tottenham lenti 2-0 undir á móti Arsenal en vann leikinn 3-2

Tottenham vann sinn fyrsta útisigur á Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í 17 ár þegar liðið kom til baka eftir að lent 2-0 undir og tryggði sér 3-2 sigur. Younes Kaboul skoraði sigurmark Tottenham á 85. mínútu leiksins en Rafael van der Vaart skoraði eitt og lagði upp hin tvö.

Enski boltinn

Ray Wilkins sækir sér lögfræðiaðstoð

Ray Wilkins, fyrrum aðstoðarmaður Carlo Ancelotti hjá Chelsea, er ekki sáttur með endalok sín hjá Chelsea og hefur nú staðfest það að hann sé búinn að sækja sér lögfræðiaðstoðar vegna að hans mati ósanngjarns brottreksturs.

Enski boltinn

HK tapaði með fimm mörkum í Rússlandi

HK tapaði 34-39 í fyrri leik sínum á móti rússneska liðinu Kaustik í Evrópukeppni bikarhafa í handbolta en leikirnir fara báðir fram í Rússlandi um helgina. Rússarnir unnu síðustu þrjár mínúturnar 4-1 og tryggðu sér ágætt forskot fyrir seinni leikinn á morgun.

Handbolti

Helena með 18 stig á 29 mínútum í öruggum sigri

Helena Sverrisdóttir og félagar í TCU hafa byrjað tímabilið á þremur sigurleikjum en liðið vann öruggan 82-59 sigur á UTSA í nótt. Þetta er aðeins í þriðja sinn sem TCU nær að vinna þrjá fyrstu leiki tímabilsins undir stjórn þjálfarans Jeff Mittie.

Körfubolti

NBA: Oklahoma vann í Boston án Kevin Durant

Oklahoma City Thunder liðið er allt að koma til eftir erfiða byrjun og í nótt vann liðið 89-84 sigur á Boston í Boston í NBA-deildinni í körfubolta. San Antonio Spurs vann sinn níunda leik í röð og er með besta sigurhlutfallið í deildinni ásamt New Orleans Hornets sem hefur líka unnið 10 af fyrstu 11 leikjum sínum. Miami og Lakers unnu líka sína leiki í nótt.

Körfubolti

Arsenal þarf að nýta tækifærið

Chelsea og Manchester United hafa nánast einokað titilbaráttuna í ensku úrvalsdeildinni síðustu ár en báðum liðum hefur gengið nokkuð erfiðlega að finna sama stöðugleika og hefur einkennt liðin á undanförnum leiktíðum.

Enski boltinn

Frábært ef liðin myndu halda áfram að vanmeta okkur

Það verður stórleikur í Kaplakrikanum í dag þegar topplið N1-deildar karla, Akureyri, heimsækir FH-inga sem fyrir mótið var spáð Íslandsmeistaratitlinum. Akureyri hefur unnið alla átta leiki sína í deild og bikar á tímabilinu og hefur fjögurra stiga forskot á FH-liðið sem er í 4. sætinu.

Handbolti

Vill sjá liðið fara í undanúrslit

Framkonur mæta úkraínska liðinu Podatkova í Evrópukeppni bikarhafa og fara báðir leikirnir fram í Framhúsinu um helgina. Fyrri leikurinn, sem er heimaleikur Fram, fer fram klukkan 19.00 í kvöld en seinni leikurinn verður síðan klukkan 17.00 á morgun.

Handbolti

Sverre tekur á móti Haukum

Fyrri leikur Íslandsmeistara Hauka og þýska liðsins Grosswallstadt fer fram ytra í dag. Með Grosswallstadt leikur landsliðsmaðurinn Sverre Andreas Jakobsson en hann hlakkar til að mæta löndum sínum.

Handbolti

Rafrænt sólarljós hjálpar

Á heimasíðu KSÍ, ksi.is, má lesa tvo áhugaverða pistla um kosti og galla gervigrass. Hinn fyrri ritar Lúðvík Georgsson, formaður mannvirkjanefndar KSÍ, þar sem hann talar um kosti gervigrasvalla.

Íslenski boltinn

Essien: Ég hata pólitík

Ganamaðurinn Michael Essien, leikmaður Chelsea, segist hafa megnustu andúð á stjórnmálum. Hann hefur verið hvattur til þess að beita sér á stjórnmálasviðinu í heimalandinu en það er ekki að fara að gerast.

Enski boltinn

Wenger: Sýnið Gallas virðingu

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur óskað eftir því að stuðningsmenn félagsins sýni varnarmanninum William Gallas virðingu er hann mætir á sinn gamla heimavöll með Tottenham.

Enski boltinn

Van Persie segir Wenger ekki hafa hlustað á sig

Robin van Persie, leikmaður Arsenal, segist hafa ráðlagt stjóranum Arsene Wenger að kaupa landa sinn Rafael van der Vaart í haust. Van der Vaart fór þess í stað til nágrannanna í Tottenham þar sem hann hefur blómstrað í vetur.

Enski boltinn

Terry ekki sáttur við Capello

John Terry, fyrirliði Chelsea, er enn reiður út í landsliðsþjálfarann, Fabio Capello, fyrir að taka af sér fyrirliðabandið á sínum tíma. Terry segir að Capello hafa sýnt sér vanvirðingu.

Enski boltinn