Íslenski boltinn

Blikar byrja titilvörnina á móti KR og FH

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Blikar urðu Íslandsmeistarar í fyrsta sinn í sumar.
Blikar urðu Íslandsmeistarar í fyrsta sinn í sumar. Mynd/Anton
Íslandsmeistarar Breiðabliks mæta KR í fyrstu umferð Pepsi-deildar karla á næsta ári en það var dregið í töfluröð í höfuðstöðvum KSÍ í lok formanna- og framkvæmdastjórafundar í dag.

Blikarnir fá allt annað en auðvelda leiki í upphafi móts því þeir þurfa heimsækja bikarmeistara FH-inga í 2. umferðinni.

FH-ingar hefja tímabilið á sama stað og í sumar þegar þeir heimsækja Valsmenn á Vodagfonevöllinn á Hlíðarenda,

Af öðrum leikjum í fyrstu umferð er það að segja að Eyjamenn fá Framara í heimsókn, nýliðar Víkings og Þórs mætast í Víkinni, Fylkismenn taka á móti Grindavík og Stjörnumenn fara til Keflavíkur.

Fyrsta umferðin í Pepsi-deild karla:

ÍBV - Fram

Fylkir - Grindavík

Valur - FH

Breiðablik - KR

Keflavík - Stjarnan

Víkingur - Þór



Önnur umferðin í Pepsi-deild karla:


Grindavík - Valur

Stjarnan - Víkingur R.

Fram - Þór

KR - Keflavík

FH - Breiðablik

ÍBV - Fylkir

Lokaumferðin í Pepsi-deild karla:

Fram - Víkingur R.

Valur - KR

Keflavík - Þór

Fylkir - FH

ÍBV - Grindavík

Breiðablik - Stjarnan




Fleiri fréttir

Sjá meira


×