Frábært ef liðin myndu halda áfram að vanmeta okkur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. nóvember 2010 08:00 Bjarni Fritzson hefur fundið sig vel í Akureyrarliðinu og er með markahæstu mönnum í N1-deild karla. Fréttablaðið/Stefán Það verður stórleikur í Kaplakrikanum í dag þegar topplið N1-deildar karla, Akureyri, heimsækir FH-inga sem fyrir mótið var spáð Íslandsmeistaratitlinum. Akureyri hefur unnið alla átta leiki sína í deild og bikar á tímabilinu og hefur fjögurra stiga forskot á FH-liðið sem er í 4. sætinu. Bjarni Fritzson kom til Akureyrar fyrir tímabilið og hefur því ekki enn tapað alvöruleik með liðinu. „Við erum með rosalega efnilega stráka í liðinu sem menn eru aðeins að líta framhjá á meðan þeir upphefja aðra unga leikmenn. Þessir strákar hafa staðið sig virkilega vel og það eru líka fleiri á bekknum þannig að maður finnur alltaf vel fyrir því á æfingum. Það eru allir voðalega graðir og tilbúnir að sanna sig, sem er ótrúlega gott fyrir okkur,” segir Bjarni. „Við spilum frábæra vörn á köflum með mjög sterkan markmann sem er lykillinn að góðum árangri. Við erum samt ekkert nálægt því að vera búnir að toppa því við erum oft búnir að vera lélegir inni á milli en höfum náð að klára leikina og það er það sem skiptir öllu máli,“ segir Bjarni. Bjarni lék með FH í fyrravetur og var þá markakóngur deildarinnar. Hann skipti í Akureyri fyrir tímabilið og hefur skorað 8,5 mörk að meðaltali í sex sigurleikjum liðsins í N1-deildinni. Bjarni mætir í dag gömlu félögunum sínum úr FH. „Það er mjög skemmtilegt að spila í Krikanum með húsið troðfullt þó að það sé örugglega betra þegar maður var með þá með sér. Við verðum að sjá til hvernig það er að hafa þá á móti sér. Það á eftir að koma í ljós hvort þeir láti mann heyra það,“ segir Bjarni en hann á góðar minningar úr FH. „Mér leið mjög vel í FH og það kom alveg til greina hjá mér að vera þar áfram. Það er ekkert kalt þarna á milli því ég hafði afskaplega gaman af því að spila með þeim. Það verður gaman að koma aftur þó að það sé bara í heimsókn. Þeir eru með frábært lið og ég sé bara fram á ótrúlega flottan leik sem verður spennandi og skemmtilegur,” segir Bjarni. En styttist ekki alltaf í fyrsta tapleikinn? „Það er ekkert endilega markmið hjá okkur að fara í gegnum þetta mót taplausir. Það er engin pressa á okkur þótt við séum ekki búnir að tapa. Það sýnir bara að við erum stöðugir og flottir. Liðin mega alveg vanmeta okkur áfram því það er bara frábært,“ segir Bjarni að lokum en leikur FH og Akureyrar hefst klukkan 15.45 í dag. Olís-deild karla Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Fótbolti Fleiri fréttir Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Sjá meira
Það verður stórleikur í Kaplakrikanum í dag þegar topplið N1-deildar karla, Akureyri, heimsækir FH-inga sem fyrir mótið var spáð Íslandsmeistaratitlinum. Akureyri hefur unnið alla átta leiki sína í deild og bikar á tímabilinu og hefur fjögurra stiga forskot á FH-liðið sem er í 4. sætinu. Bjarni Fritzson kom til Akureyrar fyrir tímabilið og hefur því ekki enn tapað alvöruleik með liðinu. „Við erum með rosalega efnilega stráka í liðinu sem menn eru aðeins að líta framhjá á meðan þeir upphefja aðra unga leikmenn. Þessir strákar hafa staðið sig virkilega vel og það eru líka fleiri á bekknum þannig að maður finnur alltaf vel fyrir því á æfingum. Það eru allir voðalega graðir og tilbúnir að sanna sig, sem er ótrúlega gott fyrir okkur,” segir Bjarni. „Við spilum frábæra vörn á köflum með mjög sterkan markmann sem er lykillinn að góðum árangri. Við erum samt ekkert nálægt því að vera búnir að toppa því við erum oft búnir að vera lélegir inni á milli en höfum náð að klára leikina og það er það sem skiptir öllu máli,“ segir Bjarni. Bjarni lék með FH í fyrravetur og var þá markakóngur deildarinnar. Hann skipti í Akureyri fyrir tímabilið og hefur skorað 8,5 mörk að meðaltali í sex sigurleikjum liðsins í N1-deildinni. Bjarni mætir í dag gömlu félögunum sínum úr FH. „Það er mjög skemmtilegt að spila í Krikanum með húsið troðfullt þó að það sé örugglega betra þegar maður var með þá með sér. Við verðum að sjá til hvernig það er að hafa þá á móti sér. Það á eftir að koma í ljós hvort þeir láti mann heyra það,“ segir Bjarni en hann á góðar minningar úr FH. „Mér leið mjög vel í FH og það kom alveg til greina hjá mér að vera þar áfram. Það er ekkert kalt þarna á milli því ég hafði afskaplega gaman af því að spila með þeim. Það verður gaman að koma aftur þó að það sé bara í heimsókn. Þeir eru með frábært lið og ég sé bara fram á ótrúlega flottan leik sem verður spennandi og skemmtilegur,” segir Bjarni. En styttist ekki alltaf í fyrsta tapleikinn? „Það er ekkert endilega markmið hjá okkur að fara í gegnum þetta mót taplausir. Það er engin pressa á okkur þótt við séum ekki búnir að tapa. Það sýnir bara að við erum stöðugir og flottir. Liðin mega alveg vanmeta okkur áfram því það er bara frábært,“ segir Bjarni að lokum en leikur FH og Akureyrar hefst klukkan 15.45 í dag.
Olís-deild karla Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Fótbolti Fleiri fréttir Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita