Sport

Hamarskonur fóru illa með Keflavík - fjórtán sigrar í röð

Hamar vann 32 stiga sigur á Keflavík, 95-63, í toppslag Iceland Express deildar kvenna í Hveragerði í dag. Hamarskonur hafa þar með unnuð alla fjórtán deildarleiki sína í vetur og eru með sex stiga forskot á Keflavíkurliðið þegar deildin skiptist upp. Snæfell vann tíu stiga sigur í Grindavík og var það þriðji sigur Snæfellskvenna í röð.

Körfubolti

Dimitar Berbatov og Robin van Persie skoruðu báðir þrennu

Manchester United vann 5-0 sigur á Birmingham í ensku úrvalsdeildinni í dag og er með tveggja stiga forskot á toppnum á Arsenal sem komst upp fyrir Manchester City með 3-0 sigri á Wigan. City getur endurheimt annað sætið þegar liðið mætir Aston Villa á eftir. Aaron Lennon tryggði Tottenham 1-1 jafntefli á móti Newcastle í uppbótartíma.

Enski boltinn

Valskonur með enn einn stórsigurinn - unnu Hauka 43-17

Íslandsmeistarar Vals eru á svaka siglingu í kvennahandboltanum og Valsstelpurnar unnu sinn sjöunda deildarsigur í röð í dag þegar þær skelltu Haukum með 26 marka mun, 43-17. Valsvörnin hefur ennfremur haldið mótherjum sínum undir 20 mörkum í síðustu sex leikjum.

Handbolti

Mikil stemning í Jönköping

Það er gríðarleg stemning hér í Kinnarps Arena í Jönköping en keppni í milliriðli Íslands er hafinn. Höllin er afar glæsileg og gríðarleg gryfja. Stúkan brött og nær hátt upp.

Handbolti

Austurríki vann Túnis en Japan tapaði fyrir Egyptalandi

Tveimur leikjum er lokið í Forsetabikar heimsmeistarakeppninnar í handbolta en það er keppni þeirra liða sem komust ekki í milliriðlana. Austurríki vann 26-25 sigur á Túnis eftir frábæran endasprett en Japan tapaði mneð sex marka mun á móti Egyptum.

Handbolti

Stemningin að magnast í Jönköping - myndasyrpa

Áhorfendur eru farnir að streyma í keppnishöllina í Jönköping þar sem að keppni í milliriðli á HM í handbolta hefst í dag. Íslendingar leika gegn Þjóðverjum kl. 17.30 og Valgarður Gíslason ljósmyndari Fréttablaðsins og visir.is tók þessar myndir fyrir utan höllina í dag.

Handbolti

Steinar Ege bætir norska landsleikjametið í dag

Norðmenn og Spánverjar spila fyrsta leikinn í íslenska milliriðlinum þegar liðin mætast klukkan 15.15 í dag. Steinar Ege, markvörður norska landsliðsins, mun leik sinn 255. landsleik í þessum leik og bæta met örvhentu skyttunnar Jan Thomas Lauritzen.

Handbolti

Bitter: Guðjón Valur er einn sá besti í heimi

„Við verðum að gera betur en í leikjunum á Íslandi á dögunum,“ segir Johannes Bitter markvörður Þjóðverja í viðtali við Hörð Magnússon á Stöð 2 sport. Bitter og félagar eru án stiga í milliriðlinu og leika gegn Íslendingum í dag kl. 17.30.

Handbolti

Bjöggi og Hreiðar kveiktu á kertum

Markverðirnir Björgvin Páll Gústavsson og Hreiðar Levý Guðmundsson voru sáttir með nýja hótelið í Jönköping og eru tilbúnir fyrir slaginn gegn Þýskalandi í dag.

Handbolti

Diddi og Kári eru Ajax-mennirnir

Þeir Ingimundur Ingimundarson og Kári Kristján Kristjánsson eru herbergisfélagar hjá landsliðinu. Þar er eflaust mikið sprellað enda báðir afar léttir á því.

Handbolti

Harry Redknapp rændur á fótboltaleik í Madríd

Harry Redknapp, stjóri Tottenham, hefur sagt frá óskemmtilegri lífsreynslu sinni þegar hann fór til Spánar á fimmtudaginn til þess að fylgjast með nágrannaslag Real Madrid og Atletico Madrid í spænska bikarnum. Redknapp var nefnilega rændur á vellinum en hann var þar að fylgjast með Úrúgvæanum Diego Forlon.

Enski boltinn

NBA: Átta sigrar í röð hjá San Antonio Spurs

San Antonio Spurs er með besta árangurinn í NBA-deildinni í körfubolta og ætlar ekkert að gefa eftir. Liðið vann sinn áttunda sigur í röð í nótt og hefur aðeins tapað 6 af 43 leikjum sínum á tímabilinu. New Orleans Hornets vann sinn sjöunda leik í röð í nótt og bæði Boston Celtics og Los Angeles Lakers unnu sína leiki.

Körfubolti