Handbolti

Austurríki vann Túnis en Japan tapaði fyrir Egyptalandi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Robert Weber var hetja Austurríkismanna í lokin.
Robert Weber var hetja Austurríkismanna í lokin. Mynd/AFP
Tveimur leikjum er lokið í Forsetabikar heimsmeistarakeppninnar í handbolta en það er keppni þeirra liða sem komust ekki í milliriðlana. Austurríki vann 26-25 sigur á Túnis eftir frábæran endasprett en Japan tapaði mneð sex marka mun á móti Egyptum.

Austurríkismenn byrjuðu ekki vel á móti Túnis því lentu 6-1 undir í leiknum, voru 14-12 undir í hálfleik og fimm mörkum undir, 17-12, eftir fimm mínútna leik í seinni hálfeik.

Túnis var síðan 24-21 yfir þegar sjö mínútur voru eftir en austuríska liðið skoraði fimm mörk gegn einu á lokamínútunum og það var Robert Weber sem skoraði síðan sigurmarkið 25 sekúndum fyrir leikslok.

Robert Weber skoraði sex mörk í leiknum þar af fjögur þeirra á síðustu sjö mínútununum. Patrick Fölser var með fimm mörk en markahæstur hjá Túnis var Kamel Alouini með sex mörk.

Egyptland vann 34-28 sigur á Japan eftir að hafa verið 17-14 yfir í hálfleik.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×