Utan vallar: Þrjár krónur frá mér til þín, Alexander Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 22. janúar 2011 10:30 Mynd/Valli Það hefur ekki farið fram hjá mörgum hér á landi að íslenska karlalandsliðið í handbolta hefur komið sér í gríðarlega sterka stöðu á heimsmeistaramótinu í Svíþjóð. Liðið hefur unnið alla fimm leikina og er efst í milliriðlinum þegar keppni hefst í dag í Jönköping. Þýskaland, Spánn og Frakkland verða næstu mótherjar og það getur því allt gerst í framhaldinu. Við tökum því sem sjálfsögðum hlut að landsliðið sé á stórmóti á þessum tíma árs enda góðu vön. Þetta er ellefta stórmótið frá árinu 2000 þar sem Ísland er í lokakeppni í janúar - og það þrettánda ef ÓL er talið með. Það er gjörsamlega búið að gjörspilla okkur með þessu góðgæti ár eftir ár. Ég legg til að við veltum því aðeins fyrir okkur næst þegar Alexander Petersson skorar mark hvernig við sem þjóð tókum þátt í því marki. Borgum við 15-20 milljóna kr. kostnað HSÍ við þetta mót? Fór hluti af þeim skatti sem við greiddum um síðustu mánaðamót í rekstur HSÍ? Hvernig virkar þetta eiginlega? Svarið er: Þú leggur fram 80 kr. í Afrekssjóð á þessu ári í gegnum skattinn og þegar búið er að deila því á alla aðila fær Handknattleikssamband Íslands 3 kr. í sinn hlut frá þér. Þrjár krónur. Ríkið leggur til 24,7 milljónir í sjóð sem nefnist Afrekssjóður ÍSÍ. Hluti af hagnaði íslenskrar getspár rennur einnig í Afrekssjóð og potturinn er því alls 44 milljónir kr. Eins og áður segir eru þetta 80 krónur frá hverjum Íslendingi en til samanburðar er þessi upphæð um 400 krónur á íbúa í Noregi og um 300 í Danmörku. Það má reyndar minnast á það að norska karlalandsliðið fær 160 milljónir króna til ráðstöfunar á ári en við unnum þá í fyrrakvöld 29-22. Heildarvelta HSÍ á árinu 2010 er um 150 milljónir kr. og hlutfallslega stunda jafnmargir handbolta hér á landi og í Noregi. Ef ég væri ungur og efnilegur afreksmaður á Íslandi þá væri það mitt fyrsta verk að kanna hve langan tíma það tekur að skipta um ríkisfang. Íslenskir afreksíþróttamenn eru núll og nix þegar kemur að úthlutun úr sameiginlegum sjóðum okkar sem þjóðar - 24,7 milljónir á ári eru bara grín og jafnvel móðgun. Íþróttahreyfingin gerir sitt allra besta til að hlúa að afreksfólkinu en það er úr litlu að moða þegar allt okkar afreksfólk og landslið skipta á milli sín 44 milljónum kr. á ári. Það er áhugavert fyrir alla að renna í gegnum Fjárlagafrumvarpið 2011. Það plagg er pólitísk forgangsröðun á sameiginlegum sjóði okkar. Afrekssjóður ÍSÍ fær 0,005% af heildarkökunni. Það er eitthvað svo rangt við þetta allt saman - eða hvað? Það eru kjörnir fulltrúar okkar á Alþingi sem taka ákvörðun um þessa hluti. Þeir eru þar af því að við kusum þá. Kannski hefur enginn þeirra áhuga á íþróttum - nema í janúar þegar það eru stórmót í handbolta. Þá eru allir í stuði. Áfram Ísland. Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Fleiri fréttir „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Sjá meira
Það hefur ekki farið fram hjá mörgum hér á landi að íslenska karlalandsliðið í handbolta hefur komið sér í gríðarlega sterka stöðu á heimsmeistaramótinu í Svíþjóð. Liðið hefur unnið alla fimm leikina og er efst í milliriðlinum þegar keppni hefst í dag í Jönköping. Þýskaland, Spánn og Frakkland verða næstu mótherjar og það getur því allt gerst í framhaldinu. Við tökum því sem sjálfsögðum hlut að landsliðið sé á stórmóti á þessum tíma árs enda góðu vön. Þetta er ellefta stórmótið frá árinu 2000 þar sem Ísland er í lokakeppni í janúar - og það þrettánda ef ÓL er talið með. Það er gjörsamlega búið að gjörspilla okkur með þessu góðgæti ár eftir ár. Ég legg til að við veltum því aðeins fyrir okkur næst þegar Alexander Petersson skorar mark hvernig við sem þjóð tókum þátt í því marki. Borgum við 15-20 milljóna kr. kostnað HSÍ við þetta mót? Fór hluti af þeim skatti sem við greiddum um síðustu mánaðamót í rekstur HSÍ? Hvernig virkar þetta eiginlega? Svarið er: Þú leggur fram 80 kr. í Afrekssjóð á þessu ári í gegnum skattinn og þegar búið er að deila því á alla aðila fær Handknattleikssamband Íslands 3 kr. í sinn hlut frá þér. Þrjár krónur. Ríkið leggur til 24,7 milljónir í sjóð sem nefnist Afrekssjóður ÍSÍ. Hluti af hagnaði íslenskrar getspár rennur einnig í Afrekssjóð og potturinn er því alls 44 milljónir kr. Eins og áður segir eru þetta 80 krónur frá hverjum Íslendingi en til samanburðar er þessi upphæð um 400 krónur á íbúa í Noregi og um 300 í Danmörku. Það má reyndar minnast á það að norska karlalandsliðið fær 160 milljónir króna til ráðstöfunar á ári en við unnum þá í fyrrakvöld 29-22. Heildarvelta HSÍ á árinu 2010 er um 150 milljónir kr. og hlutfallslega stunda jafnmargir handbolta hér á landi og í Noregi. Ef ég væri ungur og efnilegur afreksmaður á Íslandi þá væri það mitt fyrsta verk að kanna hve langan tíma það tekur að skipta um ríkisfang. Íslenskir afreksíþróttamenn eru núll og nix þegar kemur að úthlutun úr sameiginlegum sjóðum okkar sem þjóðar - 24,7 milljónir á ári eru bara grín og jafnvel móðgun. Íþróttahreyfingin gerir sitt allra besta til að hlúa að afreksfólkinu en það er úr litlu að moða þegar allt okkar afreksfólk og landslið skipta á milli sín 44 milljónum kr. á ári. Það er áhugavert fyrir alla að renna í gegnum Fjárlagafrumvarpið 2011. Það plagg er pólitísk forgangsröðun á sameiginlegum sjóði okkar. Afrekssjóður ÍSÍ fær 0,005% af heildarkökunni. Það er eitthvað svo rangt við þetta allt saman - eða hvað? Það eru kjörnir fulltrúar okkar á Alþingi sem taka ákvörðun um þessa hluti. Þeir eru þar af því að við kusum þá. Kannski hefur enginn þeirra áhuga á íþróttum - nema í janúar þegar það eru stórmót í handbolta. Þá eru allir í stuði. Áfram Ísland.
Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Fleiri fréttir „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Sjá meira