Handbolti

Spánverjar léku sér að Norðmönnum - komnir í efsta sætið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Valli
Spánverjar unnu sannfærandi fimm marka sigur á Norðmönnum, 32-27, í frysta leiknum í milliriðli Íslands á HM í handbolta í Svíþjóð. Norðmenn áttu aldrei möguleika á móti geysisterku spænsku liði.

Norðmenn skoruðu tvö fyrstu mörk leiksins en svo tóku Spánverjar frumkvæðið og náðu mest fimm marka forskoti í fyrri hálfleiknum áður en Norðmenn náðu að minnka muninn með því að skora tvö síðustu mörk hálfleiksins.

Spánverjar voru 15-12 yfir í hálfeik, skoruðu síðan fjögur fyrstu mörk seinni hálfeiks, voru þá komnir í 19-12 og nánast búnir að gera út um leikinn.

Spánverjar náðu mest níu marka forustum (22-13) eftir að hafa unnið fyrstu þrettán mínútur hálfeiksins 7-1 en Norðmenn náðu að laga aðeins stöðuna á lokamínútum leiksins.

Íslenska landsliðið mætir Spánverjum á mánudaginn en með þessum sigri komust þeir spænsku upp fyrir íslenska liðið í töflunni - með fimm stig, einu meira en íslenska liðið sem getur bætt úr því á móti Þjóðverjum á eftir.

Iker Romero skoraði 7 mörk fyrir Spánverja og Julen Aguinagalde var með 4 mörk. José Hombrados varði 18 skot í markinu þar af öll þrjú vítin sem hann reyndi við.

Bjarte Myrhol skoraði 8 mörk fyrir Norðmenn, Lie Espen Hansen var með sex mörk og Havard Tvedtsen skoraði fimm mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×