Handbolti

Mikil stemning í Jönköping

Henry Birgir Gunnarsson í Kinnarps Arena skrifar
Mynd/Valli
Mynd/Valli

Það er gríðarleg stemning hér í Kinnarps Arena í Jönköping en keppni í milliriðli Íslands er hafinn. Höllin er afar glæsileg og gríðarleg gryfja. Stúkan brött og nær hátt upp.

Nú stendur yfir leikur Noregs og Spánar og eru Norðmenn dyggilega studdir af sínu fólki. Á göngunum er síðan mikil stemning og eru stuðningsmenn Íslands, Noregs og Þýskalands mest áberandi.

Eftir frekar misheppnaða mætingu í Linköping og Norrköping er flott að komast í umhverfi þar sem almennileg stemning er.

Það má búast við miklu fjöri þegar Ísland og Þýskaland mætast á eftir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×