Handbolti

Bæjaryfirvöld í Jönköping eyddu milljónum í auglýsingar

Henry Birgir Gunnarsson í Jönköping skrifar
Það verður örugglega mikið stuð hjá íslensku áhorfendunum í Jönköping.
Það verður örugglega mikið stuð hjá íslensku áhorfendunum í Jönköping. Mynd/Valli

Það er mun meiri stemning fyrir HM hér í Jönköping en var í Norrköping og Linköping. Hér er búið að leggja mikið í að skreyta bæinn og auglýsa viðburðinn almennilega.

Bæjaryfirvöld hafa lagt mikið á sig síðasta árið við að auglýsa bæinn og eyddu 11 milljónum í auglýsingar.

Þeir ætla að nýta sér það að bærinn verður í sviðsljósinu næstu daga.

Annars hefur skipulagningin á HM ekki verið eins góð og búist var við og hefur ýmislegt klikkað hjá Svíunum.

Verst er þó mætingin á sumum stöðum en menn kenna þar um of háu miðaverði.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×