Handbolti

Steinar Ege bætir norska landsleikjametið í dag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Steinar Ege hjálpar hér Austurríkismanninum Patrick Fölser á fætur.
Steinar Ege hjálpar hér Austurríkismanninum Patrick Fölser á fætur. Mynd/AFP
Norðmenn og Spánverjar spila fyrsta leikinn í íslenska milliriðlinum þegar liðin mætast klukkan 15.15 í dag. Steinar Ege, markvörður norska landsliðsins, mun leik sinn 255. landsleik í þessum leik og bæta met örvhentu skyttunnar Jan Thomas Lauritzen.

„Þetta er eitthvað sem maður getur vissulega verið stoltur af en jafnramt er maður ekki að hugsa um svona hluti í dag. Ég mun hafa meira gaman af þessu eftir nokkur ár þegar ég er hættur að spila," sagði Steinar Ege.

„Ég hef alltaf átt þann draum um að spila á Ólympíuleikunum og ég mun halda áfram á meðan ég sé möguleika á að komast þangað þá held ég áfram," sagði Ege.

Steinar Ege er í hópi bestu markvarða heims þrátt fyrir að hann sé að verða 39 ára gamall í apríl. Hann lék sinn fyrsta landsleik árið 1995 og fór í frmahaldinu til Þýskalands þar semhann spilaði með bæði VfL Gummersbach og THW Kiel. Ege er nú liðsfélagi Snorra Steins Guðjónssonar og Arnórs Atlasonar hjá danska stórliðinu AG Kaupmannahöfn.

„Hann er einn af allra bestu markvörðum heims og er búinn að vera í ótrúlega háum klassa í mörg ár. Hann er að nálgast fertugsaldurinn er það sést ekki á leik hans. Hann er líka leiðtogi í liðinu þar sem hann tekur ábyrgð og vinnur traust meðal annarra leikmanna. Það er alltaf hægt að treysta á Steinar," sagði hornamaðurinn Håvard Tvedten sem hefur leikið 177 leiki eins og Børge Lund en þeir eru saman í9. sæti á listanum yfir flesta leiki fyrir Noreg.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×