Sport

Annar skellur Grindvíkinga í röð

Grindvíkingar töpuðu sínum öðrum leik í röð í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld þegar liðið tapaði með 23 stiga mun á móti ÍR-ingum í Seljaskóla, 92-69. ÍR-ingar unnu aðeins 2 af fyrstu 10 leikjum sínum en unnu þarna sinn fjórða sigur í síðustu sex leikjum.

Körfubolti

Umfjöllun: Góður sigur Norðlendinga

Akureyri vann góðan tveggja marka sigur á Val í N1-deild karla í kvöld, lokatölur voru 28-26. Akureyri var frábært í fyrri hálfleik en skoraði aðeins ellefu mörk í þeim síðari.

Handbolti

Ferrari Massa í ljósum logum

Það gekk ekki allt upp hjá Felipe Massa á æfingum á Valencia brautinni á Spáni í dag. Eldtungur aftur úr bílnum á æfingunni voru merki þess að ekki var allt með feldu.

Formúla 1

Enn ein breytingin á kanamálum Grindvíkinga

Grindvíkingar hafa verið duglegastir allra félaga að skipta um bandaríska leikmenn í vetur og þá eru talin með bæði karla- og kvennalið félagsins. Nú síðast ákvað stjórn og þjálfari kvennaliðsins að segja upp samningi við framherjann Crystal Boyd.

Körfubolti

Ricky Fowler púttar á flötinni með framdekkinu (myndband)

Það blása ferskir vindar á PGA mótaröðinni í golfi þar sem að ungir kylfingar á borð við nýliða ársins 2010, Ricky Fowler, hafa látið að sér kveða. Fowler var m.a. valinn í bandaríska Ryderliðið s.l. haust og mörg stórfyrirtæki hafa gert samstarfssamninga við hinn 22 ára gamla kylfing.

Golf

Neville var ekki á 25 manna listanum fyrir Meistaradeildina

Eins og fram hefur komið hefur er hinn 35 ára gamli Gary Neville hættur í atvinnumennsku í fótbolta og hann hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Manchester United. Enskir fjölmiðlar greina frá því í dag að Neville hafi tekið ákvörðunina þegar hann áttaði sig á því að nafn hans var ekki á 25 manna lista sem Man Utd skilaði inn til UEFA vegna væntanlegra leikja liðsins í Meistaradeild Evrópu.

Enski boltinn

Fabregas: Hvað er búið að borga ykkur mikið?

Cesc Fabregas leikmaður Arsenal er enn fréttaefni í enskum fjölmiðlum eftir 2-1 sigur liðsins gegn Everton í fyrrakvöld en Spánverjinn er sakaður um að hafa látið dómara leiksins fá það óþvegið þegar leikmenn gengu til búningsklefa í hálfleik. „Hvað er búið að borga ykkur mikið,“ á Fabregas að hafa sagt við dómarana samkvæmt heimildum Daily Mail.

Enski boltinn

Alonso: Erfitt að meta getu Ferrari

Öll keppnislið í Formúlu 1 eru með nýja bíla á þessu ári og flest þeirra æfa á Valencia brautinni í dag á síðasta degi æfinga. Fernando Alonso segir erfitt að meta eiginleika 2011 Ferrari bílsins, en hann var með besta tíma í gær.

Formúla 1

Dirk Nowitzki rauf 22.000 stiga múrinn í New York

Ellefu leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í gær og þar bar 113-97 sigur Dallas gegn New York á útivelli hæst. Dirk Nowitzki skoraði 29 stig fyrir Dallas og Þjóðverjinn skoraði sitt 22.000 stig á ferlinum í leiknum og er hann í 24 leikmanna frá upphafi sem hafa náð þeim árangri. Jose Barea skoraði 22 stig og er þetta í sjötta sinn í röð þar sem Dallas vinnur í Madison Square Garden.

Körfubolti

Real Madrid og Barcelona mætast í bikarúrslitaleiknum

Real Madrid og Barcelona munu mætast í úrslitaleik spænska konungsbikarsins í knattspyrnu í fyrsta sinn í 21 ár eftir að bæði lið unnu sigra í seinni leikjum undanúrslitanna í dag. Barcelona vann 3-0 sigur á Almeria fyrr í kvöld en Real Madrid tryggði sér sætið í úrslitaleikinn með 2-0 sigri á Sevilla.

Fótbolti