Umfjöllun: Góður sigur Norðlendinga Hjalti Þór Hreinsson í Höllinni á Akureyri skrifar 3. febrúar 2011 19:42 Akureyringar eru enn á toppi deildarinnar. Fréttablaðið Akureyri vann góðan tveggja marka sigur á Val í N1-deild karla í kvöld, lokatölur voru 28-26. Akureyri var frábært í fyrri hálfleik en skoraði aðeins ellefu mörk í þeim síðari. Geir Guðmundsson var ekki með Akureyri vegna meiðsla, og verður hann líklega frá út tímabilið. Valdimar Fannar Þórsson lék ekki með Val en hann var í banni. Valsmenn skoruðu fyrsta mark leiksins en annars var sókn liðsins léleg í fyrri hálfleik. Staðan í hálfleik var 17-10. Vörn Akureyrar var frábær og hikandi Valsmenn áttu í stakasti vandræðum með að finna nokkrar glufur á henni. Fyrir aftan var Sveinbjörn Pétursson, sem spilaði í stuttbuxum í kvöld, vel á verði en hann hafði reyndar óvenju lítið að gera. Valsmenn skutu alls 27 sinnum á markið í fyrri hálfleik en hittu aðeins 17 sinnum á rammann. Tíu skot fóru í vörnina eða framhjá. Fremstir í flokki þar voru Anton Rúnarsson og Alex Jedic en sá síðarnefndi skoraði eina mark tvímenninganna fyrir utan í fyrri hálfleik en samtals áttu þeir tólf skot að marki. Á meðan skaut Akureyri 26 sinnum að marki og skoraði 17 mörk. Með frábærri vörn fengu Akureyringar mörg hröð upphlaup og þeir skoruðu alls níu af sautján mörkum úr hröðum upphlaupum, úr fyrstu eða annarri bylgju. Hlynur Morthens fann sig ekkert sérstaklega í markinu, hann varði sex skot í fyrri hálfleik. Akureyri leiddi því 17-10 í hálfleik og hafði þá keyrt algjörlega yfir Valsmenn. Eftir sex mínútur hafði Valur minnkað muninn í fjögur mörk, 18-14 og eftir níu í þrjú mörk. Munaði þar mikið um Hlyn Morthens sem varði jafn mikið á fyrstu tíu mínútunum og allan fyrri hálfleikinn, sex skot. Þegar 10 mínútur voru eftir leiddi Akureyri 22-18. Hlynur kom Val aftur inn í leikinn með góðri markvörslu og hélt þeim algjörlega á floti. Sveinbjörn varði líka vel í stuttbuxunum. Valsmenn minnkuðu muninn í 24-22 fimm mínútum fyrir leikslok en Akureyri svaraði strax. Ernir Hrafn var allt í öllu í sóknarleik Vals síðustu mínúturnar og virtist sá eini sem tók almennilega af skarið. Rúmum tveimur mínútum fyrir leiksklok missti Akureyri boltann klaufalega, og Valur fór í sókn. Liðið fékk strax á sig skref, Akureyri fór í hraðaupphlaup en fékk dæmdan á sig ruðning. 90 sekúndum fyrir leikslok skaut Ernir svo yfir og staðan 26-24. Hlynur varði frá Bjarna en Akureyri náði ómetanlegu frákasti og Oddur skoraði. Þar með var björninn unninn. Lokatölur voru 28-26 fyrir Akureyri.Akureyri –Valur 28-26 (17-10)Mörk Akureyrar (skot): Oddur Gretarsson 6 (10), Bjarni Fritzson 6/2 (11), Heimir Örn Árnason 5 (11), Hörður Fannar Sigþórsson 4 (5), Daníel Einarsson 4 (8), Guðmundur Hólmar Helgason 3 (8). Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 18 (42) 43%, Stefán U. Guðnason 0 (2/2) 0%.Hraðaupphlaup: 12 (Heimir 3, Bjarni 3, Hörður 2, Oddur 2, Guðmundur, Daníel).Fiskuð víti: 1 (Bjarni)Utan vallar: 4 mínútur.Mörk Vals (skot): Ernir Hrafn Arnarsson 9/3 (16), Orri Freyr Gíslason 5 (6), Sturla Ásgeirsson 4/1 (6), Heiðar Þór Aðalsteinsson 4 (5), Einar Örn Guðmundsson 1 (2), Jón Björgvin Pétursson 1 (3), Alex Jedic 1 (7), Anton Rúnarsson 0 (8). Varin skot: Hlynur Morthens 16 (44) 36%,Hraðaupphlaup: 8 (Orri 3, Heiðar 3, Einar, Ernir).Fiskuð víti: 5 (Jón 2, Anton, Ernir, Orri)Utan vallar: 4 mínútur.Dómarar: Kári Garðarsson og Magnús Kári Jónsson. Mjög góðir. Olís-deild karla Mest lesið Í beinni: A. Bilbao - Manchester United | Helst Evrópudraumurinn á lífi? Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Fleiri fréttir Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Sjá meira
Akureyri vann góðan tveggja marka sigur á Val í N1-deild karla í kvöld, lokatölur voru 28-26. Akureyri var frábært í fyrri hálfleik en skoraði aðeins ellefu mörk í þeim síðari. Geir Guðmundsson var ekki með Akureyri vegna meiðsla, og verður hann líklega frá út tímabilið. Valdimar Fannar Þórsson lék ekki með Val en hann var í banni. Valsmenn skoruðu fyrsta mark leiksins en annars var sókn liðsins léleg í fyrri hálfleik. Staðan í hálfleik var 17-10. Vörn Akureyrar var frábær og hikandi Valsmenn áttu í stakasti vandræðum með að finna nokkrar glufur á henni. Fyrir aftan var Sveinbjörn Pétursson, sem spilaði í stuttbuxum í kvöld, vel á verði en hann hafði reyndar óvenju lítið að gera. Valsmenn skutu alls 27 sinnum á markið í fyrri hálfleik en hittu aðeins 17 sinnum á rammann. Tíu skot fóru í vörnina eða framhjá. Fremstir í flokki þar voru Anton Rúnarsson og Alex Jedic en sá síðarnefndi skoraði eina mark tvímenninganna fyrir utan í fyrri hálfleik en samtals áttu þeir tólf skot að marki. Á meðan skaut Akureyri 26 sinnum að marki og skoraði 17 mörk. Með frábærri vörn fengu Akureyringar mörg hröð upphlaup og þeir skoruðu alls níu af sautján mörkum úr hröðum upphlaupum, úr fyrstu eða annarri bylgju. Hlynur Morthens fann sig ekkert sérstaklega í markinu, hann varði sex skot í fyrri hálfleik. Akureyri leiddi því 17-10 í hálfleik og hafði þá keyrt algjörlega yfir Valsmenn. Eftir sex mínútur hafði Valur minnkað muninn í fjögur mörk, 18-14 og eftir níu í þrjú mörk. Munaði þar mikið um Hlyn Morthens sem varði jafn mikið á fyrstu tíu mínútunum og allan fyrri hálfleikinn, sex skot. Þegar 10 mínútur voru eftir leiddi Akureyri 22-18. Hlynur kom Val aftur inn í leikinn með góðri markvörslu og hélt þeim algjörlega á floti. Sveinbjörn varði líka vel í stuttbuxunum. Valsmenn minnkuðu muninn í 24-22 fimm mínútum fyrir leikslok en Akureyri svaraði strax. Ernir Hrafn var allt í öllu í sóknarleik Vals síðustu mínúturnar og virtist sá eini sem tók almennilega af skarið. Rúmum tveimur mínútum fyrir leiksklok missti Akureyri boltann klaufalega, og Valur fór í sókn. Liðið fékk strax á sig skref, Akureyri fór í hraðaupphlaup en fékk dæmdan á sig ruðning. 90 sekúndum fyrir leikslok skaut Ernir svo yfir og staðan 26-24. Hlynur varði frá Bjarna en Akureyri náði ómetanlegu frákasti og Oddur skoraði. Þar með var björninn unninn. Lokatölur voru 28-26 fyrir Akureyri.Akureyri –Valur 28-26 (17-10)Mörk Akureyrar (skot): Oddur Gretarsson 6 (10), Bjarni Fritzson 6/2 (11), Heimir Örn Árnason 5 (11), Hörður Fannar Sigþórsson 4 (5), Daníel Einarsson 4 (8), Guðmundur Hólmar Helgason 3 (8). Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 18 (42) 43%, Stefán U. Guðnason 0 (2/2) 0%.Hraðaupphlaup: 12 (Heimir 3, Bjarni 3, Hörður 2, Oddur 2, Guðmundur, Daníel).Fiskuð víti: 1 (Bjarni)Utan vallar: 4 mínútur.Mörk Vals (skot): Ernir Hrafn Arnarsson 9/3 (16), Orri Freyr Gíslason 5 (6), Sturla Ásgeirsson 4/1 (6), Heiðar Þór Aðalsteinsson 4 (5), Einar Örn Guðmundsson 1 (2), Jón Björgvin Pétursson 1 (3), Alex Jedic 1 (7), Anton Rúnarsson 0 (8). Varin skot: Hlynur Morthens 16 (44) 36%,Hraðaupphlaup: 8 (Orri 3, Heiðar 3, Einar, Ernir).Fiskuð víti: 5 (Jón 2, Anton, Ernir, Orri)Utan vallar: 4 mínútur.Dómarar: Kári Garðarsson og Magnús Kári Jónsson. Mjög góðir.
Olís-deild karla Mest lesið Í beinni: A. Bilbao - Manchester United | Helst Evrópudraumurinn á lífi? Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Fleiri fréttir Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Sjá meira