Enski boltinn

Fabregas: Hvað er búið að borga ykkur mikið?

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Cesc Fabregas leikmaður Arsenal er enn fréttaefni í enskum fjölmiðlum eftir 2-1 sigur liðsins gegn Everton í fyrrakvöld. Hér er hann að ræða við dómara leiksins eftir fyrsta markið.
Cesc Fabregas leikmaður Arsenal er enn fréttaefni í enskum fjölmiðlum eftir 2-1 sigur liðsins gegn Everton í fyrrakvöld. Hér er hann að ræða við dómara leiksins eftir fyrsta markið. Nordic Photos/Getty Images

Cesc Fabregas leikmaður Arsenal er enn fréttaefni í enskum fjölmiðlum eftir 2-1 sigur liðsins gegn Everton í fyrrakvöld en Spánverjinn er sakaður um að hafa látið dómara leiksins fá það óþvegið þegar leikmenn gengu til búningsklefa í hálfleik. „Hvað er búið að borga ykkur mikið," á Fabregas að hafa sagt við dómarana samkvæmt heimildum Daily Mail.

David Moyes knattspyrnustjóri Everton hefur neitað að segja hvað Fabregas sagði við dómarana en Moyes er sannfærður um að leikmaðurinn hefði verið sendur af leikvelli ef atvikið hefði átt sér stað úti á vellinum.

Fyrsta mark leiksins sem Louis Saha skoraði var umdeilt - og líklega rangstaða þar á ferðinni, en markið var dæmt gott og gilt.

Lee Mason dómari leiksins ætlar ekki að fara með málið lengra og aðeins forsvarsmenn Everton geta haldið málinu á floti ef þeir senda inn formlega kvörtun til enska knattspyrnusambandsins.

Fabregas segir að hann beri virðingu fyrir öllum dómurum og það sé erfitt að vera dómari. „Ég var reiður og 60.000 áhorfendur voru það einnig. Leikmenn beggja liða sögðu ýmislegt þegar við fórum af leikvellinum," bætti Spánverjinn við.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×