Enski boltinn

Fabianski frá út leiktíðina

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Lukasz Fabianski í leik með Arsenal.
Lukasz Fabianski í leik með Arsenal. Nordic Photos / Getty Images

Markvörðurinn Lukasz Fabianski hjá Arsenal þarf að gangast undir aðgerð á öxl og verður hann væntanlega frá keppni til loka keppnistímabilsins vegna þessa.

Fabianski meiddist þegar hann var að hita upp fyrir leik Arsenal gegn City í upphafi síðasta mánaðar. Hann spilaði að engu síður í leiknum en hefur ekkert spilað síðan þá.

Axlarmeiðslin hafa verið að hrjá hann síðustu vikurnar og er nú ljóst að hann þarf að fara í aðgerð til að ná sér góðum.

„Læknarnir eiga von á því að ég þurfi að taka mér langt hlé," sagði Fabianski. „En við skulum sjá hvort að það gerist."

Wojciech Szczesny hefur verið aðalmarkvörður Arsenal síðustu vikurnar og ekki fengið á sig nema fjögur mörk í sjö leikjum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×