Sport

Enn eitt klúðrið

Undanfarnar vikur hafa myndbönd af knattspyrnumönnum að klúðra dauðafærum í leikjum farið víða um netið. Hér er eitt þeirra.

Fótbolti

Þriðji sigur Hibernian í röð

Hibernian hefur verið á miklu skriði síðan að Guðlaugur Victor Pálsson kom til félagsins frá Liverpool og vann sinn þriðja deildarleik í röð í dag.

Fótbolti

Harry Redknapp: Modric fer ekki neitt

Sterkur orðrómur fer um Bretlandseyjar að Manchester United sé að undirbúa tilboð upp á 35 milljóna punda í Luka Modric, leikmann Tottenham Hotspurs, en nú hefur Harry Redknapp, framkvæmdarstjóri Tottenham, dregið af allan vafa um félagsskipti króatíska landsliðsmannsins.

Fótbolti

Löwen stálheppið að ná jafntefli

Rhein-Neckar Löwen og Barcelona skildu í dag jöfn, 38-38, í Meistaradeild Evrópu í handbolta. Löwen spilaði frábærlega í fyrri hálfleik en missti leikinn úr höndunum í þeim síðari.

Handbolti

Rosberg á Mercedes sneggstur á sunnudagsæfingunni

Nico Rosberg á Mercedes var með besta tíma allra Formúlu 1 ökumanna sem óku á Barcelona brautinni í dag á æfingu Formúlu 1 keppnisliða. Brautin var blaut um tíma, en þornaði smám saman, samkvæmt frétt um æfinguna á autosport.com.

Formúla 1

Phil Neville: Sigurinn gegn Chelsea gæti bjargað tímabilinu

Everton komst í gær áfram í fimmtu umferð enska bikarsins þegar liðið sigraði Englandsmeistarana í Chelsea, en úrslitin réðust í vítaspyrnukeppni. Phil Neville, fyrirliði, var hetja Everton eftir að hafa skoraði úr síðustu spyrnu Everton og í leiðinni tryggt þeim sigurinn.

Enski boltinn

Celtic gjörsigraði Rangers í toppslagnum

Celtic vann sannfærandi sigur á Rangers í baráttunni um Skotland í dag en leiknum lauk með 3-0 sigri heimamanna í Celtic. Gary Hooper skoraði tvö mörk fyrir Celtic en Kris Kommons skoraði síðasta mark leiksins.

Fótbolti

Wolves enn á botninum

Wolves og West Brom gerðu ,1-1, jafntefli í gríðarlega mikilvægum leik fyrir bæði lið, en þau berjast af miklum krafti fyrir lífi sínu í deildinni. James O'Hara skoraði skoraði fyrsta mark leiksins í fyrri hálfleik en það var Carlos Vela sem jafnaði fyrir West Brom á 93. mínútu leiksins.

Enski boltinn

Blake Griffin troðslukóngurinn - myndband

Blake Griffin, leikmaður Los Angeles Clippers, gerði sér lítið fyrir og sigraði troðslukeppni NBA í nótt en um þessar mundir fer fram svokölluð stjörnuhelgi í Los Angeles þar sem allir bestu leikmenn deildarinnar keppa í allskyns þrautum.

Körfubolti

TCU tapaði fyrir toppliðinu

Helena Sverrisdóttir skoraði níu stig fyrir TCU sem tapaði fyrir BYU-háskólanum í toppslag Mountain West-riðilsins í bandaríska háskólaboltanum í gærkvöldi, 70-60.

Körfubolti