Handbolti

Börsungar ósáttir og ætla að senda inn kvörtun

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Þjálfari Barcelona, Xavi Pascual, ætlar að senda inn kvörtun til Handknattleikssambands Evrópu vegna leiksins gegn Rhein-Neckar Löwen í dag.

Eins og Vísir greindi frá fyrr í dag skildu liðin jöfn, 38-38, í Meistaradeild Evrópu.

Löwen hélt í sókn nokkrum sekúndum fyrir leik með sjö menn í sókn á kostnað markvarðarins. Barcelona náði hins vegar boltanum eftir misheppnaða sendingu hjá Löwen og náði að koma boltanum í autt markið hinum megin á vellinum.

Dómarar dæmdu markið hins vegar ekki gilt þar sem að þeir sögðu að leiktíminn hafi verið útrunninn.

Við þetta eru Börsungar ósáttir og ætla að taka málið upp við EHF.

Guðmundur Guðmundsson, þjálfari Löwen, segir að það muni ekkert hafa að segja.

„Leiktíminn var liðinn áður en boltinn fór í markið. Við því er ekkert meira hægt að gera," sagði hann við þýska fjölmiðla eftir leikinn.

„Þetta var frábær handboltaleikur. Ég mun aldrei gleyma þessum eftirmiðdegi."


Tengdar fréttir

Löwen stálheppið að ná jafntefli

Rhein-Neckar Löwen og Barcelona skildu í dag jöfn, 38-38, í Meistaradeild Evrópu í handbolta. Löwen spilaði frábærlega í fyrri hálfleik en missti leikinn úr höndunum í þeim síðari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×