Handbolti

Einar með sex í nýliðaslagnum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Einar tekur hér á Jerome Fernandez, leikmanni Kiel, fyrr í vetur.
Einar tekur hér á Jerome Fernandez, leikmanni Kiel, fyrr í vetur. Nordic Photos / Bongarts
Ahlen-Hamm vann í dag mikilvægan sigur á Friesenheim í fallbaráttuslag í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta, 33-26.

Einar Hólmgeirsson skoraði sex mörk fyrir Ahlen-Hamm en um nýliðaslag í deildinni var að ræða.

Ahlen-Hamm komst með sigrinum upp úr fallsæti en liðið er nú með tíu stig í sextánda og þriðja neðsta sæti deildarinnar.

Friesenheim er í fimmtánda sætinu með ellefu stig en í fallsætunum eru nú Hannover-Burgdorf með níu stig og Rheinland með átta. Öll þessi lið eiga þó leik til góða gegn Ahlen-Hamm.

Þá gerði Grosswallstadt, lið Sverre Jakobssonar, jafntefli við danska liðið Bjerringbro/Silkeborg í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum EHF-bikarkeppninnar í dag. Leikið var í Danmörku en síðari leikurinn fer fram í Þýskalandi um næstu helgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×