Sport

Dirk Kuyt: Mér hefur aldrei liðið betur

Hollendingurinn Dirk Kuyt var í skýjunum eftir 3-1 sigur Liverpool á Manchester United á Anfield í ensku úrvalsdeildinni í dag. Kuyt skoraði öll þrjú mörk Liverpool í leiknum og í þeim öllum þurfti hann ekki mikið af hafa fyrir því að skora enda réttur maður á réttum stað.

Enski boltinn

Redknapp segir Tottenham þurfa nýjan völl

Harry Redknapp segir að Tottenham sé ekki nógu fjárhagslega sterkt til að berjast um Englandsmeistaratitilinn. Liðið náði meistaradeildarsæti á síðustu leiktíð og er komið í 16-liða úrslit í keppninni. Tottenham er einnig í 5. sæti ensku deildarinnar.

Enski boltinn

Ballack neitaði að sitja á bekknum

Þýski landsliðsfyrirliðinn Michael Ballack neitaði að sitja á bekknum hjá Bayern Leverkusen í leiknum gegn Wolfsburg í gær og æfði þess í stað einn á meðan leiknum stóð.

Fótbolti

Snæfell getur orðið deildarmeistari í kvöld

Snæfell getur tryggt sér deildarmeistaratitilinn í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld verði úrslit kvöldsins þeim hagstæð. Vinni Snæfell sigur á Hamar í Hólminum á sama tíma og KR tapar sínum leik á móti ÍR í Seljaskóla þá fer deildarmeistaratitilinn á loft í Fjárhúsinu.

Körfubolti

Wilshere tæpur fyrir seinni leikinn gegn Barcelona

Enn bætist á meiðslalistann hjá Arsenal því Englendingurinn ungi, Jack Wilshere, er tæpur fyrir leikinn gegn Barcelona á þriðjudag í Meistaradeild Evrópu. Wilshere er meiddur á ökkla og væri það afar slæmt fyrir Arsenal ef hann væri ekki með í seinni leiknum gegn Barcelona.

Enski boltinn

Manchester United gæti keypt Reina á 22 milljónir punda í sumar

Enska slúðurblaðið The Sun sló því upp í morgun að Manchester United ætlaði að kaupa spænska landsliðsmarkvörðinn Pepe Reina frá Liverpool í sumar og borga fyrir hann 22 milljónir punda. Þessar fréttir ættu að hrista aðeins upp í stuðningsmönnum félaganna fyrir stórleik liðanna á Anfield í dag.

Enski boltinn

Carroll byrjar á bekknum hjá Liverpool á móti United

Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, og Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, hafa tilkynnt byrjunarlið sín fyrir stórleikinn á Anfield í dag. Manchester United getur náð sex stiga forskoti á Arsenal með sigri og stigið stórt skref í því að vinna nítjánda meistaratitilinn og bæta met sitt og Liverpool.

Enski boltinn

Roy Hodgson: Ég var óheppinn hjá Liverpool

Roy Hodgson, stjóri West Brom, fagnaði góðum og sjaldgæfum útisigri í Birmingham í gær og tjáði sig síðan um tímann hjá Liverpool í útvarpsviðtali á BBC. Hodgson tók við Liverpool-liðinu í júlí 2010 en entist bara í starfinu fram í janúar eftir að liðið vann aðeins 7 af 20 deildarleikjum undir hans stjórn.

Enski boltinn

Meira undir en stigin þrjú á Anfield í dag

Liverpool fær topplið Manchester United í heimsókn á Anfield í dag í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Leikurinn hefst klukkan 13.30 og það má búast við baráttuleik milli þessara tveggja miklu erkifjenda.

Enski boltinn

Orðið vel heitt undir Louis van Gaal hjá Bayern

Það er orðið vel heitt undir Hollendingnum Louis van Gaal sem þjálfar þýska stórliðið Bayern München. Bayern tapaði 3-1 á móti Hannover 96 í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag en þetta var þriðja tap liðsins í röð.

Fótbolti

Einar með átta mörk í naumu tapi HSG Ahlen-Hamm

Einar Hólmgeirsson átti mjög góðan leik með HSG Ahlen-Hamm í þýska handboltanum í dag en Einar og félagar urðu að sætta sig við naumt tap, 23-24, á móti HBW Balingen-Weilstetten. Öll Íslendingaliðin töpuðu sínum leikjum í dag.

Handbolti

Gennaro Gattuso hetja AC Milan í kvöld

Gennaro Gattuso var skúrkurinn þegar AC Milan tapaði á móti Tottenham í Meistaradeildinni á dögunum en hann var hetja liðsins í 1-0 sigri á Juventus í ítölsku A-deildinni í kvöld.

Fótbolti

Alfreð skoraði í þriðja leiknum í röð

Alfreð Finnbogason er heldur betur búinn að stimpla sig inn hjá belgíska liðinu Sporting Lokeren en hann skoraði í kvöld í sínum þriðja leik í röð síðan að hann fékk fyrsta tækifærið í byrjunarliðinu. Lokeren vann þá 2-1 heimasigur á Zulte-Waregem.

Fótbolti

Keita tryggði Barcelona 1-0 sigur og tíu stiga forskot

Seydou Keita skoraði mikilvægt mark fyrir Barcelona í kvöld þegar liðið vann 1-0 sigur á Real Zaragoza á Nou Camp í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Barcelona náði þar með tíu stiga forskoti á Real Madrid sem á leik inni á morgun á móti Racing Santander á útivelli.

Fótbolti

Átta mörk frá Ólafi voru ekki nóg fyrir Rhein-Neckar Löwen

Rhein-Neckar Löwen tapaði óvænt 27-32 á útvelli á móti franska liðinu Chambéry Savoie í síðasta leik sínum í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í dag. THW Kiel hefur því þegar tryggt sér sigur í riðlinum þótt að lærisveinar Alfreðs Gíslasonar spili ekki síðasta leik sinn fyrr en á morgun.

Handbolti

Wenger: Of fullur af ógeði til að tjá mig um dómarann

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, leyndi ekki vonbrigðum sínum eftir markalaust jafntefli á móti Sunderland í ensku úrvalsdeildinni en hans mönnum mistókst þar að minnka forskot Manchester United í eitt stig og setja pressu á toppliðið fyrir leikinn á Anfield á morgun.

Enski boltinn

Wolfsburg steinlá á móti Bayer Leverkusen

Wolfsburg tapaði 3-0 á útivelli á móti Bayer Leverkusen í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld en þetta var fjórði leikur liðsins undir stjórn þeirra Pierre Littbarski og Eyjólfs Sverrissonar.

Fótbolti

Mistök markvarðar Wigan færðu Manchester City þrjú stig

Manchester City vann 1-0 sigur á Wigan í kvöldleiknum í ensku úrvalsdeildinni og styrkti stöðu sína í þriðja sæti deildarinnar, sjö stigum eftir toppliði Manchester United og fjórum stigum á eftir Arsenal sem er í 2. sætinu. City er nú með fimm stigum meira en Chelsea sem er í fjórða sætinu.

Enski boltinn

Brynja með fjórtán mörk í sigri HK í Garðabænum

Brynja Magnúsdóttir átti stórleik og skoraði 14 mörk úr 20 skotum þegar HK vann óvæntan útisigur á Stjörnunni í Garðabæ í N1 deild kvenna í dag. Þetta var fjórði sigur HK-stelpna í röð og þær eiga enn smá möguleika á því að komast í úrslitakeppnina.

Handbolti

Logi leiddi endurkomu Solna

Logi Gunnarsson skoraði 14 af 24 stigum sínum í seinni hálfleik þegar Solna Vikings vann 68-62 útisigur á Södertälje Kings í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í dag.

Körfubolti

Snorri Steinn markahæstur í útisigri AG í Arósum

Snorri Steinn Guðjónsson skoraði 7 mörk fyrir AG Kaupmannahöfn sem vann 30-24 útisigur á Århus Håndbold í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. AG er með þrettán stiga forskot á Århus á toppnum og var búið að tryggja sér deildarmeistaratitilinn fyrir leikinn.

Handbolti

Naumur sigur Fylkisstelpna á Haukum

Fylkir vann nauman en mikilvægan 22-21 sigur á Haukum í N1 deild kvenna í handbolta í dag en leikið var í Fylkishöllinni. Fylkir náði þar með þriggja stiga forskoti á íBV í baráttunni um fjórða og síðasta sætið inn í úrslitakeppnina.

Handbolti

Hermann skoraði sigurmark Portsmouth

Hermann Hreiðarsson tryggði Portsmouth 1-0 sigur á Sheffield United í ensku b-deildinni í dag og sá til þess að liðið hoppaði upp í ellefta sæti deildarinnar. Þetta var sjötti sigurleikur liðsins liðsins í röð.

Enski boltinn

Arsenal náði bara markalausu jafntefli á móti Sunderland

Arsenal tapaði dýrmætum stigum í toppbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar í dag þegar liðið náði aðeins markalausu jafntefli á heimavelli á móti Sunderland. Arsenal átti möguleika á að minnka forskot United í eitt stig með sigri en nú getur United náð sex stiga forskoti með sigri á Liverpool á morgun.

Enski boltinn