Sport

Durant og Westbrook í hóp með kunnum köppum í gær

Kevin Durant og Russell Westbrook fóru á kostum með liði Oklahoma City Thunder í öruggum 15 stiga sigri á Memphis Grizzlies, 105-90, í nótt í hreinum úrslitaleik liðanna um sæti í úrslitum Vesturdeildarinnar. Báðir komust í hóp með kunnum köppum með frammistöðu sinni.

Körfubolti

Andri: Hefðum getað tekið þrjú stig

"Það er mjög ásættanlegt að fá stig hér. Það var mikið vinnuframlag hjá mínu liði og við gáfum þeim engan frið. FH klárlega betra fótboltaliðið en ég skal ekkert segja um hvort þeirra leikur hafi verið áhrifaríkari. Eftir á að hyggja hefði ég verið sáttur við þrjú stig miðað við færin sem við sköpuðum," sagði Andri Marteinsson, þjálfari Víkings, eftir jafnteflið við FH í kvöld.

Íslenski boltinn

Sutil á yfir höfði sér ákæru vegna líkamsárásar

Formúlu 1 ökumaðurinn, Adrian Sutil á yfir höfði sér ákæru fyrir líkamsáras, sem er sögð hafa verið eftir kappaksturinn í Kína á dögunum. Atvikið varð á næturklúbbi í Sjanghæ, en engar opinberar skýringar hafa verið gefnar á atvikinu samkvæmt fréttum á autosport.com í dag. Sutil er meðal keppenda í Formúlu 1 mótinu á Spáni um næstu helgi.

Formúla 1

ESPN fjallar um fögn Stjörnumanna

Þó svo Stjörnumenn séu hættir að fagna á sinn einstaka hátt er ekki hætt að fjalla um þá í erlendum sjónvarpsþáttum. ESPN hefur nú birt á netinu stórskemmtilega umfjöllun sína um Stjörnustrákana og fögnin frægu.

Íslenski boltinn

Stórir fiskar úr Úlfljótsvatni

Hann Sverrir Árni Benediktsson fór ásamt Benekikt föður sínum í Úlfljótsvatn síðastliðinn fimmtudag. Hann fékk þessa þessa glæsilegu urriða, 9 og 7 punda, þar og má ætla að veiðimaðurinn sé kominn með veiðibakteríuna á hátt stig eftir baráttu við þessa stóru urriða.

Veiði

Umfjöllun: Latir FH-ingar heppnir að fá stig gegn Víkingi

Ef FH ætlar að spila í sumar eins og liðið gerði í kvöld gegn Víkingi þá á liðið enga möguleika á titlinum. Meistaraefnin í Firðinum mættu hrokafull til leiks gegn Víkingi og héldu að hægt væri að fá þrjú stig gegn þeim án fyrirhafnar. Það gekk svo sannarlega ekki eftir því baráttuglaðir Víkingar voru hreinlega heppnir að taka ekki öll stigin í Krikanum í kvöld.

Íslenski boltinn

Button: Lærðum að vinna sem lið í síðustu keppni

Jenson Button telur að McLaren hafi lært sína lexíu varðandi gerð keppnisáætlanna í síðasta móti, en aðferðafræðin hefur breyst nokkuð útaf nýjum dekkjum sem notuð eru á þessu keppnistímabili. McLaren keppir á Spáni um næstu helgi.

Formúla 1