Fótbolti

Skúli Jón: Fengið litlar útskýringar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Álaborg skrifar
Skúli Jón Friðgeirsson er eðilega svekktur yfir því að hafa enn ekki fengið tækifæri til að spreyta sig með liði Íslands á Evrópumeistaramóti U-21 liða í Danmörku.

Skúli Jón spilaði marga leiki í undankeppninni og þá hefur hann staðið sig vel í leikjum með KR í Pepsi-deildinni í vor. En samt hefur hann ekkert fengið að spila í Danmörku.

„Nei, ég hef fengið litlar útskýringar við því. Þjálfarinn velur liðið og hann telur að þetta sé sterkasta liðið sem hann getur stillt upp. Það er lítið sem ég gert við því.“

Skúli Jón segir að spilamennska liðsins hafi verið í lagi gegn Hvít-Rússum. „Við vorum leikinn í höndunum þar til að Aron Einar var rekinn út af en svo var leikurinn í gær alls ekki nógu góður. Liðið náði sér alls ekki á strik og þetta var virkilega slæmur leikur.“

Ísland mætir Danmörku á laugardaginn og miðað við fyrstu tvo leikina mætti ætla að Eyjólfur geri breytingar á sínu liði fyrir þann leik.

„Já, ég er alltaf vongóður og set mig í stellingar til að spila. En ég ræð ekki liðinu og við sjáum hvað Eyjólfur gerir á laugardaginn.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×