Fótbolti

Spánverjar unnu Tékka, markalaust hjá Englendingum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Adrian og Juan Mata fagna í dag.
Adrian og Juan Mata fagna í dag. Mynd/Nordic Photos/Getty
Það er mikil spenna í B-riðli á EM U21 eftir að 2. umferðin í riðlinum fór fram í kvöld. Spánn vann þá 2-0 sigur á Tékkum sem voru á toppnum eftir fyrstu umferðina.

Adrián, leikmaður Deportivo La Coruna, skoraði bæði mörkin fyrir Spánverja. England og Úkraína gerðu markalaust jafntefli í hinum leiknum.

Spánn er með fjögur stig og nægir jafntefli á móti Úkraínu til þess að komast í undanúrslitin en Tékkar (3 stig) og Englendingar (2 stig) mætast á sama tíma í hálfgerðum úrslitaleik en enska liðið hefur gert jafntefli í tveimur fyrstu leikjum sínum á mótinu.

Úkraína (1 stig) á líka möguleika á því að komast áfram með því að vinna Spán í lokaleiknum og fara þá áfram á betri innbyrðisárangri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×