Engin uppgjöf hjá Alonso 15. júní 2011 14:33 Fernando Alonso eftir að hann féll úr leik í Kanada á sunnudaginn. AP PHOTO: The Canadian Press Fernando Alonso hjá Ferrari hefur ekki gefist upp á titilbaráttunni í Formúlu 1 þó hann sé orðinn 92 stigum á eftir Sebastian Vettel hjá Red Bull í stigakeppni ökumenna. Alonso féll úr leik í kanadíska kappakstrinum í Montreal á sunnudaginn, eftir samstuð við Jenson Button hjá McLaren sem vann mótið. Tólf Formúlu 1 mót eru enn eftir á árinu og Alonso segir í frétt á autosport.com að möguleikar á ná titilinum séu enn til staðar þegar tölfræðin sé skoðuð og keppinautar hans geti fallið úr leik. Vettel er með 161 stig í stigakeppni ökumanna, Button 101, Mark Webber hjá Red Bull 94, Lewis Hamilton hjá McLaren 85 og Alonso 69. Alonso benti á að í fyrra hefði Hamilton fallið úr leik á Monza brautinni og í Singapúr, þegar hann var í titilslagnum það árið. „Ef maður vinnur tvö mót og Vettel fellur úr leik, þá minnkar bilið mikið. En það er rét að þetta er ekki í okkar höndum, þannig að við verðum að einbeita okkur mót frá móti. Komst á verðlaunapall og reyna vinna einhver mót", sagði Alonso. „Þetta er undir þeim komið (Red Bull liðinu) að gera mistök, ef það gerist ekki, þá eru þeir í góðri stöðu í stigamótinu", sagði Alonso. Auk þess sem Vettel hjá Red Bull er fyrstur í stigakeppni ökumanna, þá er Red Bull efst í stigakeppni bílasmiða með 255 stig, McLaren er með 186 og Ferrari 101. Formúla Íþróttir Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Fernando Alonso hjá Ferrari hefur ekki gefist upp á titilbaráttunni í Formúlu 1 þó hann sé orðinn 92 stigum á eftir Sebastian Vettel hjá Red Bull í stigakeppni ökumenna. Alonso féll úr leik í kanadíska kappakstrinum í Montreal á sunnudaginn, eftir samstuð við Jenson Button hjá McLaren sem vann mótið. Tólf Formúlu 1 mót eru enn eftir á árinu og Alonso segir í frétt á autosport.com að möguleikar á ná titilinum séu enn til staðar þegar tölfræðin sé skoðuð og keppinautar hans geti fallið úr leik. Vettel er með 161 stig í stigakeppni ökumanna, Button 101, Mark Webber hjá Red Bull 94, Lewis Hamilton hjá McLaren 85 og Alonso 69. Alonso benti á að í fyrra hefði Hamilton fallið úr leik á Monza brautinni og í Singapúr, þegar hann var í titilslagnum það árið. „Ef maður vinnur tvö mót og Vettel fellur úr leik, þá minnkar bilið mikið. En það er rét að þetta er ekki í okkar höndum, þannig að við verðum að einbeita okkur mót frá móti. Komst á verðlaunapall og reyna vinna einhver mót", sagði Alonso. „Þetta er undir þeim komið (Red Bull liðinu) að gera mistök, ef það gerist ekki, þá eru þeir í góðri stöðu í stigamótinu", sagði Alonso. Auk þess sem Vettel hjá Red Bull er fyrstur í stigakeppni ökumanna, þá er Red Bull efst í stigakeppni bílasmiða með 255 stig, McLaren er með 186 og Ferrari 101.
Formúla Íþróttir Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira