Sport

McIlroy byrjaði með látum á US open

Norður-Írinn Rory McIlroy byrjaði vel á opna bandaríska meistaramótinu í golfi en hann er á 6 höggum undir pari eftir fyrsta keppnisdaginn á Congressional vellinum. McIlroy fékk 6 fugla og lék aðrar holur á pari, alls 65 högg, og er hann með þriggja högga forskot.

Golf

LA Galaxy á höttunum eftir Totti

Bandaríska knattspyrnuliðið LA Galaxy er tilbúið að bjóða ítalska knattspyrnumanninum Francesco Totti 14 milljónir evra í árslaun gangi hann til liðs við félagið. Fyrir hjá Galaxy eru stjörnur á borð við David Beckham, Landon Donovan og Juan Pablo Angel.

Fótbolti

ÍR og Víkingar úr Ólafsvík lönduðu þremur stigum

Tveir leikir fóru fram í 1. deild karla í kvöld í fótbolta. ÍR og Leiknir áttust við í fyrri Breiðholtslagnum í sumar og þar hafði ÍR betur, 3-2. ÍR er í 8. sæti með 10 stig en Leiknir í því næst neðsta með 4. Í Ólafsvík sigraði Víkingur lið Þróttar frá Reykjavík 2-1. Með sigrinum þokuðu Víkingar sér upp í 9. sæti en liðið er með 9 stig en Þróttur er með 10 stig í því 6.

Íslenski boltinn

Fyrrum liðsfélagar standa að Meistaraleiknum fyrir Steina Gísla

KR og Akranes mætast í ágóðaleik á laugardaginn kl. 17.15 á Akranesvelli fyrir Sigurstein Gíslason fyrrum leikmann beggja félaga – sem á við erfið veikindi að stríða. Sigursteinn, sem er einn sigursælasti leikmaður landsins, greindist með krabbamein í lungum og nýrum nýverið. En Sigursteinn hefur þjálfað Leikni í Breiðholti með góðum árangri.

Íslenski boltinn

Nýr varabúningur Liverpool blár og hvítur

Enska knattspyrnufélagið Liverpool hefur kynnt nýjan þriðja búning félagsins fyrir komandi tímabil. Búningurinn er hvítur og ljósblár en fyrsti búningur félagsins fyrir tæpum 120 árum var einmitt blár og hvítur.

Enski boltinn

Mickelson hefur fimm sinnum endað í öðru sæti

Phil Mickelson hefur aldrei náð að sigra á opna bandaríska meistaramótinu í golfi en hann hefur keppt alls 20 sinnum á þessu móti og mótið í ár er því það 21 sem hann leikur á. Mickelson segir að hann hafi látið sig dreyma um að sigra á þessu móti frá því hann var barn en hann er enn ekki hættur að láta sig dreyma þrátt fyrir að vera 41 árs gamall.

Golf

Jakob Örn samdi við Sundsvall á ný

Jakob Örn Sigurðarson hefur samið við sænska meistaraliðið Sundsvall til eins árs en hann var lykilmaður liðsins á síðustu leiktíð. Jakob hefur leikið með sænska liðinu undanfarin tvö tímabil en Hlynur Bæringsson varð meistari með liðinu á sínu fyrsta tímabili.

Körfubolti

Fram fær liðstyrk í handboltanum

Ægir Hrafn Jónsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við handknattleiksdeild Fram. Ægir Hrafn sem lék með Gróttu á síðasta tímabili var valinn besti varnarmaður 1. deildar síðasta vetur.

Handbolti

Gott skot í Þingvallavatni í gærkvöldi

Við heyrðum í Kristjáni Jónssyni sem var í Þingvallavatni í gær og sá gerði flotta veiði. Hann byrjaði á Leirutá og fékk þar 4 bleikjur frá 2-4 pund en svo datt takan niður og hann ákveður að færa sig. Hann fer í Vatnskot og út á litla hólmann og víkina þar fyrir innan. Þetta var seinni partinn í gær þegar hitastigið fór loksins upp í sumarhita.

Veiði

Adam Scott mætir til leiks með kylfusvein Tiger Woods

Ástralski kylfingurinn Adam Scott verður með einn þekktasta kylfubera heims á "pokanum“ á opna bandaríska meistaramótinu í golfi sem hefst í dag. Steve Williams, sem hefur verið aðstoðarmaður Tiger Woods undanfarin ár, verður með Scott á mótinu og vonast Ástralinn til þess að hinn reynslumikli Williams geti aðstoðað sig við að landa sigri á stórmóti í fyrsta sinn.

Golf

Kevin Nolan til West Ham

Enski miðjumaðurinn Kevin Nolan hefur gengið til liðs við West Ham frá Newcastle. Nolan mun leika undir stjórn Sam Allardyce líkt og hann gerði á sínum tíma hjá Bolton.

Enski boltinn

Góður gangur í Þverá/Kjarrá

Þverá gerði ekkert annað en að batna í gær og það var líka líf í Kjarrá sem opnaði seinni partinn. Norðurá hefur og glæðst mikið að undanförnu. Það er enn kalt og hvasst að norðan í Borgarfirði.

Veiði

Silungasvæðið í Víðidalsá opnaði í gær

Silungasvæðið í Víðidalsá opnaði í gær 15 júní og fengum við fréttir frá Ragnari á bakka veiðiverði í morgun en fyrsti dagurinn gaf 14 silunga sem er bara nokkuð fínn byrjunardagur og lofar góðu.

Veiði

Arnór: Fengum okkur sushi og slöppuðum af

Arnór Smárason segir að stemningin í leikmannahópi Íslands sé öll að koma til eftir tapið gegn Sviss á þriðjudagskvöldið. Vísir hitti á hann á morgunæfingu íslenska U-21 liðsins hér í Álaborg.

Fótbolti

Jóhann Berg: Öxlin að koma til

Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður U-21 landsliðs Íslands, segir að hann sé óðum að jafna sig á meiðslunum sem hann varð fyrir í leiknum gegn Hvít-Rússum um síðustu helgi.

Fótbolti

Eiður Smári missir af Meistaraleik Steina Gísla

Eiður Smári Guðjohnsen verður ekki í eldlínunni á Skaganum á laugardaginn í Meistaraleik Steina Gísla líkt og fjallað hefur verið um. Heimasíða KR birti fyrir misskilning upphaflega leikmannahópa liðanna þar sem Eiður Smári var meðal leikmanna. Nú er ljóst að ekki geta allir tekið þátt í leiknum.

Íslenski boltinn

Opnuðu verslunina vegna brennandi golfáhuga

Fyrir skemmstu bættist ný verslun við flóru golfverslana landsins, Golfskálinn í Mörkinni 3. Eigendurnir eru allir reynsluboltar í golfi, þeir Steinþór Jónasson, Ingibergur Jóhannsson og Hans Henttinen, sem var einn eigenda Nevada Bob á sínum tíma.

Golf

Bebe lánaður til Besiktas

Portúgalski knattspyrnumaðurinn Bebe sem er á mála hjá Manchester United hefur verið lánaður til tyrkneska félagsins Besiktas. Bebe fékk fá tækifæri með aðalliði United á síðasta tímabili.

Enski boltinn

Sebastian Alexanderson í Fram

Markvörðurinn Sebastian Alexanderson hefur samið við handknattleiksdeild Fram um að leika með karlaliði félagsins á komandi leiktíð. Sebastian, sem verður 42 ára í haust, hefur undanfarin ár þjálfað og leikið með Selfossi.

Handbolti

Hólmar Örn á leiðinni til Bochum

Hólmar Örn Eyjólfsson miðvörður U-21 landsliðs Íslands mun skrifa undir þriggja ára samning við þýska 2. deildarliðið Bochum. Hólmar gengur frá samningnum að loknu Evrópumótinu í Danmörku. Morgunblaðið greinir frá þessu.

Fótbolti

Laxar farnir að sjást víða

Núna næstu daga opna fleiri ár og það stefnir í góða opnun í þeim flestum ef eitthvað er að marka fréttir af laxgengd í þær ár sem ekki eru opnar. Það hafa sést laxar í Leirvogsá, Brynjudalsá, Flókadalsá, Reykjadalsá, Grímsá, Víðidalsá, Miðfjarðará svo að nokkrar séu nefndar. Þetta veiðisumar er að komast á fullt skrið.

Veiði

Maradona lögsækir kínverskt fyrirtæki

Knattspyrnugoðsögnin Diego Maradona hefur lagt fram kæru á hendur kínverska fyrirtækinu Sina fyrir notkun á nafni hans og ímynd til að kynna tölvuleik. Maradona fer fram á rúmar tvær milljónir evra í bætur frá Sina og og The9 Limited, framleiðanda tölvuleiksins „Winning Goal“.

Fótbolti

Karlarnir spenntari fyrir HM kvenna en konurnar

Heimsmeistarakeppni kvenna í fótbolta fer fram í Þýskalandi í sumar og hefst hún eftir aðeins ellefu daga. Að því tilefni fór fram skoðunarkönnun í Þýskalandi um áhuga og skoðanir þýsku þjóðarinnar á HM kvenna.

Fótbolti