Fótbolti

Mexíkósku leikmennirnir stóðust seinna lyfjaprófið

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Francisco Rodriguez í baráttu við Nicolas Anelka
Francisco Rodriguez í baráttu við Nicolas Anelka Mynd/Nordic Photos/Getty
Landsliðsmenn Mexíkó í knattspyrnu sem greindust með clenbuteról í þvagsýni fyrir skemmstu hafa gengist undir annað lyfjapróf. Það lyfjapróf stóðust þeir. AP fréttastofan greinir frá þessu.

Markvörðurinn Guillermo Ochoa, Francisco Rodriguez varnarmaður PSV Eindhoven, varnarmaðurinn Edgar Duenas auk miðjumannanna Christian Bermudez og Antonio Naelson hafa ekki tekið þátt í riðlakeppni Gullkeppninnar í Bandaríkjunum vegna fyrra lyfjaprófsins.

Fjarvera leikmannanna virðist þó ekki hafa komið að sök þar sem Mexíkó hefur tryggt sér sæti í 8-liða úrslitum með þremur öruggum sigrum.

Síðara lyfjaprófið fór fram þann 10. júní og voru þvagsýni leikmannanna neikvæð. Forráðamenn landsliðs Mexíkó kenndu menguðu kjöti um niðurstöðu fyrra lyfjaprófsins en notkun Clenbuterol í matvælum í Mexíkó er mikið vandamál.

Knattspyrnusamband Mexíkó munu nú krefjast endurskoðunar á sýnum leikmannanna úr fyrra lyfjaprófinu sem voru jákvæð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×