Adam Scott mætir til leiks með kylfusvein Tiger Woods 16. júní 2011 15:30 Ástralski kylfingurinn Adam Scott verður með einn þekktasta kylfubera heims á "pokanum“ á opna bandaríska meistaramótinu í golfi sem hefst í dag. AP Ástralski kylfingurinn Adam Scott verður með einn þekktasta kylfubera heims á „pokanum" á opna bandaríska meistaramótinu í golfi sem hefst í dag. Steve Williams, sem hefur verið aðstoðarmaður Tiger Woods undanfarin ár, verður með Scott á mótinu og vonast Ástralinn til þess að hinn reynslumikli Williams geti aðstoðað sig við að landa sigri á stórmóti í fyrsta sinn. Woods er meiddur á hné og getur því ekki leikið á stórmótinu og hinn þrítugi Scott óskaði eftir því að fá Williams að „láni" frá Woods í þetta mót. Williams, sem er frá Nýja Sjálandi, hefur áður starfað fyrir kylfinga frá Ástralíu og má þar nefna Greg Norman. Williams hefur verið með Woods á 13 af alls 14 sigrum hans á stórmótum en aðeins Jack Nicklaus hefur unnið fleiri stórmót eða alls 18. „Við höfum þekkst í mörg ár og samstarfið gengur vel. Hann er sá besti í þessu fagi og ég þar að koma mér í þá stöðu á þessu móti að hæfileikar hans njóti sín. Til þess þarf ég að vera í baráttunni um sigurinn," sagði Scott en hann lauk samstarfi sínu við kylfuberann Tony Navarro eftir Players meistaramótið í maí. Scott hefur ekki náð sér á strik á opna bandaríska meistaramótinu á undanförnum árum en hann hefur ekki komist í gegnum niðurskurðin í fimm af síðustu níu mótum. Hans besti árangur á stórmóti er 2. sætið en þeim árangri náði hann á Mastersmótinu í apríl. Golf Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Ástralski kylfingurinn Adam Scott verður með einn þekktasta kylfubera heims á „pokanum" á opna bandaríska meistaramótinu í golfi sem hefst í dag. Steve Williams, sem hefur verið aðstoðarmaður Tiger Woods undanfarin ár, verður með Scott á mótinu og vonast Ástralinn til þess að hinn reynslumikli Williams geti aðstoðað sig við að landa sigri á stórmóti í fyrsta sinn. Woods er meiddur á hné og getur því ekki leikið á stórmótinu og hinn þrítugi Scott óskaði eftir því að fá Williams að „láni" frá Woods í þetta mót. Williams, sem er frá Nýja Sjálandi, hefur áður starfað fyrir kylfinga frá Ástralíu og má þar nefna Greg Norman. Williams hefur verið með Woods á 13 af alls 14 sigrum hans á stórmótum en aðeins Jack Nicklaus hefur unnið fleiri stórmót eða alls 18. „Við höfum þekkst í mörg ár og samstarfið gengur vel. Hann er sá besti í þessu fagi og ég þar að koma mér í þá stöðu á þessu móti að hæfileikar hans njóti sín. Til þess þarf ég að vera í baráttunni um sigurinn," sagði Scott en hann lauk samstarfi sínu við kylfuberann Tony Navarro eftir Players meistaramótið í maí. Scott hefur ekki náð sér á strik á opna bandaríska meistaramótinu á undanförnum árum en hann hefur ekki komist í gegnum niðurskurðin í fimm af síðustu níu mótum. Hans besti árangur á stórmóti er 2. sætið en þeim árangri náði hann á Mastersmótinu í apríl.
Golf Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira