Sport

Svartá komin í 12 laxa

Heildartalan í Svartá er kominn uppí tólf laxa að sögn Vignis Björnssonar veiðivarðar. Fiskanir eru vænlegir tveggja ára laxar, frá 7-10 pund, og hafa þeir flestir komið á Sunray shadow, Svarta Francis og Þýska snældu. Eins og áður eru helstu veiðistaðirnir sem eru að gefa Ármót, Brúnarhylur og Krókeyrarhylur.

Veiði

Þýskaland gæti misst af sæti í London 2012

Eftir óvænt tap þýska kvennalandsliðsins í knattspyrnu gegn Japan á HM kvenna er góður möguleiki á því að þjóðin verði ekki meðal þátttakenda á Ólympíuleiknum í London 2012. Takist Svíum að vinna Ástrali á morgun er sætið þeirra.

Fótbolti

Yao Ming leggur skóna á hilluna

Kínverski körfuknattleiksmaðurinn Yao Ming hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Ming hefur glímt við erfið meiðsli undanfarið og missti af nánast öllu síðasta tímabili hjá Houston Rockets í NBA deildinni.

Körfubolti

Nýliði í góðri stöðu á ráslínu á heimavelli

Skoski ökumaðurinn Paul di Resta á Force India keppnisbíl verður sjötti á ráslínu í breska kappakstrinum á Silverstone í dag. Nýliðinn hjá Force India náði sínum besta árangri í tímatökum í gær, en Force India liðið er eitt átta Formúlu 1 liða sem eru á heimavelli í dag.

Formúla 1

Roma semur við eina skærustu stjörnu Argentínu

Ítalska félagið AS Roma hefur gengið frá kaupum á argentínska táningnum Erik Lamela frá River Plate í Argentínu. Talið er að kaupverðið sé um 12 milljónir evra eða sem nemur tæpum tveimur milljörðum íslenskra króna.

Fótbolti

Fred bjargaði stigi fyrir Brasilíu

Brasilía og Paragvæ skildu jöfn 2-2 í annarri umferð B-riðils í Suður-Ameríkukeppninni í knattspyrnu í Argentínu í kvöld. Fred bjargaði málunum fyrir Brasilíu skömmu fyrir leikslok.

Fótbolti

Cole og Woodgate á leið til Stoke

Peter Coates stjórnarformaður Stoke segir að félagið eigi í viðræðum við ensku landsliðsmennina Carlton Cole og Jonathan Woodgate. Þetta kom fram í spjalli Coates við enska fjölmiðilinn Talksport.

Enski boltinn

Enn dettur England út eftir vítaspyrnukeppni

Frakkar eru komnir í undanúrslit á HM kvenna í knattspyrnu í Þýskalandi. Liðið lagði England í fyrsta leik 8-liða úrslitanna í dag eftir vítaspyrnukeppni. Englendingar voru þremur mínútum frá sigri í venjulegum leiktíma.

Fótbolti

Baulað á Messi í Argentínu

Argentínska landsliðið hefur ollið vonbrigðum í Suður-Ameríkukeppninni í knattspyrnu. Liðið hefur gert jafntefli í tveimur fyrstu leikjum sínum og spilamennskan ekki verið góð. Svo ósáttir eru stuðningsmennirnir að þeir bauluðu á Lionel Messi skærustu stjörnu landsliðsins í markalausa jafnteflinu gegn Kólumbíu.

Fótbolti

Cannavaro leggur skóna á hilluna

Knattspyrnumaðurinn Fabio Cannavaro hefur ákveðið að fylgja læknisráði og leggja skóna á hilluna. Cannavaro var fyrirliði heimsmeistaraliðs Ítalíu árið 2006 og var valinn knattspyrnumaður ársins af FIFA sama ár.

Fótbolti

Webber fljótastur í tímatökunni á Silverstone

Mark Webber á Red Bull verður fremstur á ráslínu í breska kappakstrinum á Silverstone brautinni í Bretlandi á sunnudag. Hann náði besta tíma í tímatökum í dag og varð á undan liðsfélaga sínum Sebastian Vettel, en Fernando Alonso náði þriðja sæti á Ferrari og Felipe Massa á samskonar bíl því fjórða.

Formúla 1

Sanchez með mark í anda Romario

Perú vann nokkuð óvæntan 1-0 sigur á Mexíkó í Suður-Ameríkukeppninni í knattspyrnu í gærkvöldi. Chile og Úrúgvæ skildu jöfn 1-1 í fyrri leik kvöldsins þar sem Alexis Sanchez var á skotskónum.

Fótbolti

Tala látinna í Twente hækkar

24 ára karlmaður sem slasaðist þegar þakið á leikvangi FC Twente féll á verkamenn á fimmtudaginn lést af sárum sínum á sjúkrahúsi í gær. Þar með hafa tveir látið lífið vegna slyssins.

Fótbolti

West Ham vill að Diamanti verði meinað að spila fótbolta

Enska knattspyrnufélagið West Ham vilja að FIFA og ítalska knattspyrnusambandið komi í veg fyrir að Alessandro Diamanti fái að spila fótbolta. Diamanti gekk til liðs við Brescia frá West Ham á síðasta ári. Að sögn West Ham hefur Brescia ekki enn lokið við að greiða fyrir kaupin á leikmanninum.

Enski boltinn

Vettel rétt á undan Alonso á lokaæfingunni

Sebastian Vettel á Red Bull varð 0.063 úr sekúndu á undan Fernando Alonso á Ferrari á lokaæfingu Formúlu 1 liða á Silverstone brautinni í morgun. Brautin var þurr, en keppendur æfðu í tvígang á blautri braut í gær og þá náði Mark Webber á Red Bull besta tíma á fyrri æfingunni, en Felipe Massa á Ferrari á þeirri síðari um daginn.

Formúla 1

Essien meiðist enn á ný á hné

Michael Essien leikmaður Chelsea meiddist á hné á æfingu hjá félaginu í gær. Essien sleit krossbönd í hné fyrir einu og hálfu ári síðan sem varð til þess að hann missti af HM 2010 í Suður-Afríku.

Enski boltinn

Aron Einar: Enginn Brynjuís í Coventry

Knattspyrnumaðurinn Aron Einar Gunnarsson stóðst læknisskoðun hjá Cardiff City í gær og skrifaði að henni lokinni undir þriggja ára samning við félagið. Cardiff á nú aðeins eftir að ganga frá greiðslu á uppeldisbótum til Coventry.

Enski boltinn

Golflandsliðin töpuðu bæði gegn Ítalíu

Íslensku landsliðin í golfi töpuðu viðureignum sínum á EM áhugamanna í golfi í gær. Íslenska kvennalandsliðið sem spilar í Austurríki beið lægri hlut gegn Ítalíu, 2:3. Signý Arnórsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir unnu sína leiki í tvímenningi.

Golf