Sport

Fréttir úr Syðri Brú í Soginu

Þeir hjá Lax-Á heyrðu í Sigurði Vilhjálmssyni stórveiðimanni en hann var við veiðar í Syðri Brú í einn dag 2. Ágúst. Sigurður setti í 9 laxa og landaði 8 af þeim, þar af var einn 87cm en honum var sleppt aftur.

Veiði

Beðið eftir Suarez

Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, veit ekki hvort að hann muni geta notað Luis Suarez þegar að liðið mætir Sunderland í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar eftir rúma viku.

Enski boltinn

Sky Sports: Arsenal hafnaði tilboði Barcelona

Fréttastofa Sky Sports hefur það eftir heimildum sínum að Arsenal hafi hafnað síðasta boði Barcelona í Cesc Fabregas, fyrirliða enska liðsins. Fabregas mun hafa sjálfur lagt til þrjár milljónir evra í tilboð Börsunga.

Enski boltinn

Blanda gefur enn vel

Þrátt fyrir að lónið uppi á hálendi sé að fyllast er fantagóð veiði á svæðum eitt, tvö og þrjú í Blöndu.

Veiði

Helga kvaddi Stjörnuna með dýrmætu marki

Stjarnan er komin með aðra höndina á Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu kvenna eftir dramatískan 2-1 sigur á Val í Garðabænum í gærkvöldi. Valskonur voru með yfirburði á vellinum fyrstu 60 mínútur leiksins en rautt spjald Caitlin Miskel gaf Stjörnustelpum líflínu sem þær nýttu til fullnustu.

Íslenski boltinn

Fyrsti sigur Grindavíkur - KR fjarlægðist fallsætið

Shanika Gordon tryggði botnliði Grindavíkur fyrsta sigurinn í Pepsi-deild kvenna í sumar þegar liðið vann 2-1 sigur á Aftureldingu í Grindavík í kvöld. KR vann 3-0 sigur á Þrótti í miklum fallbaráttuslag og Fylkir vann flottan sigur á Þór/KA í Árbænum. Þá gerðu ÍBV og Breiðablik jafntefli í Eyjum.

Íslenski boltinn

Pardew útilokar ekki Barton en segist þurfa að leysa Twitter-vandann

Alan Pardew, knattspyrnustjóri Newcastle, sagði á blaðamannafundi í Newcastle í dag að dyrnar stæðu enn opnar fyrir Joey Barton miðjumann Newcastle. Barton var tjáð að hann mætti yfirgefa félagið á frjálsri sölu fyrr í vikunni. Barton hefur gagnrýnt stjórnarhætti hjá Newcastle reglulega á Twitter undanfarnar vikur.

Enski boltinn

Helga tryggði Stjörnunni sigur á Val og fimm stiga forskot á toppnum

Stjarnan vann 2-1 sigur á Val í toppslag Pepsi-deildar kvenna á Stjörnuvelli í kvöld. Valur hafði mikla yfirburði í leiknum og var marki yfir fram undir miðjan síðari hálfleik en óskynsemi Caitlin Miskel kostaði Vals sigurinn. Helga Franklínsdóttir kom inn á sem varamaður hjá Stjörnunni, fiskaði fyrst víti og skoraði síðan sigurmarkið í uppbótartíma. Stjarnan er þar með fimm stiga forskot á Val á toppnum.

Íslenski boltinn

Redknapp: Evrópudeildin lýjandi

Harry Redknapp, stjóri Tottenham, hefur áhyggjur af álaginu sem fylgir því að spila í Evrópudeild UEFA í vetur og að það gæti reynst liðinu banabiti í ensku úrvalsdeildinni.

Enski boltinn