Sport

Fyrirliði Njarðvíkur búin að semja við KR

Anna María Ævarsdóttir, fyrirliði spútnikliðs Njarðvíkur í Iceland Express deild kvenna á síðasta tímabili, hefur söðlað um og samið við KR. Njarðvík kom öllum á óvart og fór alla leið í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn.

Körfubolti

Guðmundur Reynir æfir með Brann

Guðmundur Reynir Gunnarsson, vinstri bakvörður KR, er um þessar mundir við æfingar hjá norska félaginu Brann í Bergen. Fjallað er um Guðmund Reyni á heimasíðu félagsins og hann tekinn tali.

Íslenski boltinn

Drogba dregur sig úr landsliðshópnum

Didier Drogba, framherji Chelsea, hefur dregið sig úr landsliðshópi Fílabeinsstrandarinnar sem mætir Rúanda í undankeppni Afríkukeppninnar á laugardag. Drogba meiddist í leik Chelsea gegn Norwich í ensku úrvalsdeildinni um helgina.

Enski boltinn

Ásgerður: Kláruðum þetta í seinni hálfleik eins og oft áður

„Þetta er geðveikt tilfinning og það er ekki hægt að lýsa þessu," sagði Stjörnukonan Ásgerður Stefanía Baldursdóttir í viðtali á SportTV í kvöld eftir að Stjarnan hafði tryggt sér Íslandsmeistarabikarinn. Stjarnan þurfti einn sigur í síðustu þremur leikjum sínum og hann kom á móti Aftureldingu í kvöld.

Íslenski boltinn

Drillo: Ótrúlegt að Ísland sé bara í 124. sæti á FIFA-listanum

Íslenska landsliðið er neðar á FIFA-listanum en þjóðir eins og Færeyjar, Grenada, Liechtenstein og St. Kitts og Nevis. Það á Egil "Drillo" Olsen, þjálfari norska landsliðsins erfitt með að skilja. Noregur og Ísland mætast á Ullevaal í Osló á föstudagskvöldið og Drillo ræddi stöðu íslenska landsliðsins í viðtali við norska Dagblaðið.

Íslenski boltinn

Coates semur við Liverpool - arftaki Carragher fundinn

Liverpool hefur gengið frá kaupum á miðverðinum Sebastian Coates frá Nacional í Úrúgvæ. Coates, sem er tvítugur, skrifaði undir langtímasamning við Liverpool. Kaupverðið er talið vera um sjö milljónir punda eða sem nemur 1.3 milljörðum íslenskra króna.

Enski boltinn

Soffía: Erum bestar á landinu

„Við lögðum ansi mikið á okkur og loksins náum við að uppskera eins og við sáðum, þetta er ljúft. Það er fullkomið að ná að landa titlinum á heimavelli,“ sagði sigurreif Soffía Arnþrúður Gunnarsdóttir eftir að hafa landað Íslandsmeistaratitlinum með Stjörnunni í kvöld.

Íslenski boltinn

Stjörnukonur Íslandsmeistarar - Valur felldi Þrótt

Stjörnukonur unnu í kvöld fyrsta Íslandsmeistaratitilinn í sögu félagsins í meistaraflokki karla og kvenna í fótbolta með því að vinna 3-0 sigur á Aftureldingu í 16. umferð Pepsi-deildar kvenna. Stjarnan þurfti bara einn sigur í síðustu þremur umferðunum en með þessum sigri er ljóst að Valskonur geta ekki náð Stjörnunni að stigum.

Íslenski boltinn

Aron tryggði Kiel þýska Ofurbikarinn í kvöld

Alfreð Gíslason og lærisveinar hans í Kiel unnu þýska Ofurbikarinn í kvöld með því að vinna 24-23 sigur á HSV Hamburg í árlegum leik þýsku meistarana og þýsku bikarmeistarana. Þetta er í sjötta sinn sem Kiel vinnur Ofurbikarinn þar af í annað sinn undir stjórn Alfreðs.

Handbolti

FH og Selfoss komin upp í Pepsi-deild kvenna

FH og Selfoss tryggðu sér örugglega sæti í Pepsi-deild kvenna á næsta sumri eftir sigra í seinni leikjum sínum í úrslitakeppni 1. deildar kvenna í kvöld. FH vann 6-0 sigur á Haukum og því 14-1 samanlagt en Selfoss vann 6-1 sigur á Keflavík og þar með 8-4 samanlagt.

Íslenski boltinn