Handbolti

Aron byrjaði með látum eftir meiðslin - Kiel og Füchse unnu bæði

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aron Pálmarsson.
Aron Pálmarsson. Mynd/Nordic Photos/Bongarts
Alfreð Gíslason og Dagur Sigurðsson stýrðu sínum liðum til sigurs á útivelli í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld og Kiel og Füchse Berlin eru því áfram í tveimur efstu sætum deildarinnar.  

Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar í Kiel unnu sjö marka útisigur á

Grosswallstadt, 32-25, og hafa því unnið átta fyrstu deildarleiki sína í vetur.

Aron Pálmarsson skoraði 4 mörk úr 6 skotum í leiknum en markahæstur hjá Kiel var Tékkinn Filip Jicha með tíu mörk.

Aron kom aftur inn í lið Kiel eftir meiðsli og Alfreð Gíslason skellti honum í byrjunarliðið. Aron byrjaði með látum og skoraði 3 af 4 fyrstu mörkum Kiel í leiknum

Alexander Petersson skoraði eitt mark úr sex skotum þegar Füchse Berlin vann 31-27 útisigur á Eintracht Hildesheim.  Füchse Berlin hefur náð í 12 stig af 14 mögulegum í fyrstu sjö leikjum sínum á tímabilinu.

Ivan Nincevic var markahæstur hjá Füchse með átta mörk en Mark     Bult skoraði fimm mörk.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×