Sport

Pepe ekki alltaf sá eðlilegasti

Þeir sem fylgjast með spænska boltanum vita að Pepe gefur sig allan í verkefnið. Hann er stundum eins skapstyggt og mannýgt naut. Gæti hreinlega dregið lítinn vatnsdropa yfir eyðimörk á reiðinni einni saman. Gríðarlega oft fer hann yfir strikið þannig eftir er tekið.

Fótbolti

Artest slær í gegn í dansþætti

Einhver vinsælasti þáttur vestanhafs er Dancing with the stars. Þar fara frægir í dansskóna og einn af þeim sem taka þátt er enginn annar en vandræðagemsinn Ron Artest sem breytti nafninu sínu nýlega í Metta World Peace.

Körfubolti

Breno grunaður um hafa kveikt í húsinu sínu

Brasilíski varnarmaðurinn Breno hjá FC Bayern var talinn heppinn að sleppa lifandi út úr brennandi húsi sínu þegar kviknaði í því í vikunni. Nú bendir hins vegar ýmislegt til þess að Breno hafi sjálfur kveikt í húsi sínu.

Fótbolti

Sex marka tap fyrir hollensku stelpunum

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tapaði með sex mörkum á móti Hollandi í dag, 23-29, í fyrsta leik sínum á æfingamótinu í Póllandi. Holland var með forystuna allan leikinn og var 15-11 yfir í hálfleik.

Handbolti

Búið að aflýsa æfingabúðunum fyrir komandi NBA-tímabil

NBA-deildin tilkynnti það í dag að hún hafi þurft að flauta af æfingarbúðirnar hjá NBA-félögunum í ár vegna verkfallsins sem er enn í fullum gangi. Æfingarbúðirnar áttu að byrja 3. október en þar sem ekkert er að gerast í samningamálum eigenda og leikmannasamtakanna er verkfallið þegar byrjað að hafa mikil áhrif á undirbúningstímabil NBA-félaganna.

Körfubolti

Birgir Leifur líklega í gegnum niðurskurðinn

Birgir Leifur Hafþórsson kemst líklega í gegnum niðurskurðinn á opna austurríska mótinu. Birgir Leifur lék annan hring mótsins á 77 höggum eða fimm höggum yfir pari og er á tveimur höggum yfir pari samtals. Eins og staðan er núna dugar það Birgi Leifi í gegnum niðurskurðinn.

Golf

Vettel fljótastur í Singapúr í dag

Sebastian Vettel á Red Bull náði besta aksturstímanum á seinni æfingu Formúlu 1 liða á götubrautinni í Singapúr í dag. Lewis Hamilton á McLaren hafði fyrr um daginn náð besta tíma á fyrri æfingu dagsins. Tími Vettel á seinni æfingunni var sá besti sem náðist í dag.

Formúla 1

Brjálaður kylfingur fékk tveggja ára dóm

Ástralinn Daniel Patrick Betts var dæmdur í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi fyrir grófa líkamsárás. Betts missti stjórn á skapi sínu við það að leika golf með félögum sínum árið 2009.

Golf

Rodman talaði aldrei við Jordan og Pippen

Dennis Rodman gaf það upp í nýlegu viðtali að hann hefði aldrei talað við hinar stórstjörnur Chicago Bulls, Michael Jordan og Scottie Pippen, öll þau þrjú tímabil sem Rodman var með Chicago. Hannsagði ekki orð við þá tvo.

Körfubolti

Hamilton fljótastur á fyrstu æfingu

Lewis Hamilton á McLaren náði besta tíma á fyrstu æfingu Formúlu 1 liða á götubrautinni í Singapúr í dag. Hann varð 0.406 úr sekúndu á undan Sebastian Vettel á Red Bull, en Mark Webber á Red Bul varð þriðji, 1.467 sekúndu á eftir Hamilton.

Formúla 1

Dalglish hefur líka klúðrað eins og Torres

Hver getur gleymt klúðri Fernando Torres gegn Manchester United? Þetta er svo sem ekki í fyrsta sinn sem leikmaður brennir af opnu marki gegn meisturunum. Í apríl 1980 gerði nefnilega sjálfur King Kenny, Kenny Dalglish, slíkt hið sama á Old Trafford.

Enski boltinn

Ólafur Már í góðri stöðu á lokahringnum

Ólafur Már Sigurðsson, kylfingur úr Golfklúbbi Reykjavíkur, er í góðri stöðu á fjórða hring úrtökumóts Evrópumótaraðarinnar í Fleesensee í Þýskalandi. Ólafur hefur leikið fyrstu tíu holurnar í dag á tveimur höggum undir pari og er á fjórum höggum undir samanlagt.

Golf

Breiðdalsá að slá metið um tæpa 200 laxa

Breiðdalsá er komin í um 1350 laxa sem er vel yfir fyrra met sem er 1178 laxar frá því í fyrra og ekkert lát á veiðinni þar. Til dæmis veiddust 30 laxar í gær í Breiðdalsá og hann er ennþá að ganga, líkt og einnig á Jöklusvæðinu sem er komið í 525 laxa með Fögruhlíðará. Þar komu 12 laxar á land í gær þrátt fyrir yfirfall enda er veiðin nú að mestu í hliðarám sem renna í Jöklu ásamt Föruhlíðará sem rennur beint til sjávar og er ekki tengd heldur jökulvatninu.

Veiði

Misskipt veðurguða gæðum

Á sama tíma og einn okkar úr VoV-liðinu var við veiðiskap í Straumfjarðará eftir stóru lægðina um helgina, var annar okkar VoV-verja að læðast á tánum við Álftá á Mýrum, þar sem ekki var að sjá að rignignardropi hefði fallið.

Veiði

Ólíku saman að jafna í Dölunum

Fáskrúð í Dölum hafði á hádegi í gær gefið 211 laxa, og samkvæmt veiðimönnum er nokkuð af laxi í ánni. Það sama verður ekki sagt um nágrannaána Laxá í Dölum.

Veiði

Birgir Leifur: Þetta var frábært fyrir sjálfstraustið

Birgir Leifur Hafþórsson atvinnukylfingur úr GKG byrjaði mjög vel á Opna austurríska mótinu í golfi, sem tilheyrir Evrópumótaröðinni og hófst í Atzenbrugg í gær. Birgir lék fyrsta hringinn á 69 höggum, þremur höggum undir pari, sem skilar honum upp í 6. sætið.

Golf

Bikarinn að nálgast vesturbæinn

Tuttugasti og fimmti Íslandsmeistaratitill KR er handan við hornið eftir dramatískan 3-2 sigur liðsins á Keflavík í gær. Varamaðurinn Aron Bjarki Jósepsson skoraði sigurmarkið í uppbótartíma leiksins.

Íslenski boltinn