Handbolti

Guðmundur: Sigfús í formi á möguleika

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Sigfús Sigurðsson
Sigfús Sigurðsson Mynd/Anton
Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari segist vera í leit að sterkum varnarmönnum sem geti spilað fyrir miðri vörn íslenska liðsins. Guðmundur tók hinn stóra og stæðilega Ægi Hrafn Jónsson inn í landsliðshópinn í gær. Hann hefur ekki áður verið á æfingum með landsliðinu.

Landsliðsþjálfarinn segir að dyrnar standi enn opnar fyrir Sigfús Sigurðsson, sem verði þó að koma sér í betra stand áður en hann verði valinn aftur.

„Fúsi þarf að koma sér í betra form. Ég er opinn fyrir öllu. Ef menn eru í standi þá fylgist ég með því og ég mun fylgjast með Fúsa eins og öðrum. Ef hann er í þannig ástandi í janúar að hann sé valkostur þá er það frábært. Ég loka engum dyrum hvað það varðar,“ sagði Guðmundur, sem hefur ekki miklar áhyggjur af sóknarleik landsliðsins en þarf oftar en ekki að hugsa meira um vörnina.

„Varnarleikurinn er alltaf okkar höfuðverkur og við erum sífellt að leita að mönnum sem geta staðið í miðju varnarinnar. Við þurfum að hafa góða vörn til þess að ná árangri.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×